Garðabær sér á báti með leigulaus afnot Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Garðabær sér Stjörnunni fyrir tveimur einbýlishúsum og einni íbúð, leigulaust. Vísir/Vilhelm „Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt húsnæði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþróttafélaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lágtekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskylduþjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurningunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétarsdóttur, bæjarfulltrúa M-lista fólksins í bænum, um ráðstöfun fasteigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira