Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 14:27 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag. Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag.
Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30