Sýrlendingar læra íslensku á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. mars 2018 19:00 Anna Linda með þeim Hiba Alhamwd og Yousra Alhalws sem eru að læra íslensku hjá henni. Þær komu, ásamt sex öðrum í fjölskyldunni frá Sýrlandi á Selfoss í október í haust. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Um þrjú hundruð útlendingar sækja á hverju ári námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands til að læra íslensku. Sérstaka athygli vekur góður árangur íbúa frá Sýrlandi sem flutti á Selfoss í haust. Kennarinn á námskeiðunum segir nemendurna ótrúlega duglega og áhugasama að læra málið. Það er líf og fjör í íslensku kennslu í einni kennslustofunni hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi þar sem Anna Linda Sigurðardóttir bregður á leik með nemendum. Þessi hópur er að klára íslensku eitt sem er sjö vikna námskeið tvisvar í viku og mun væntanlega halda áfram á námskeiði tvö hjá Önnu. Hópurinn kemur meðal annars frá Albaníu, Spáni, Danmörku, Nepal, Póllandi og Sýrlandi. Melina Sophie er frá Þýskalandi en hún vinnur á hestabúinu Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er mjög skemmtilegt að læra íslensku“, segir Melina og bætir því við að strákarnir á Íslandi séu mjög sætir. Anna Linda hefur kennt útlendingum íslensku í 16 ár hjá Fræðslunetinu, auk þess sem hún kennir íslensku í Vallaskóla á Selfossi. „Á hverju einasta námskeiði koma nemendur mér á óvart hvað þeir eru flinkir, flottir og ná hröðum framförum og eru ótrúlega áhugasöm og dugleg. Ekki spillir fyrir að þau eru alltaf í góðu skapi“. Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi flutti á Selfoss í haust, mæðgur úr fjölskyldunni eru hjá Önnu að læra íslensku. „Þeim gengur ótrúlega vel og krakkarnir eru sérlega duglegir og fullorðna fólkið, það eru allir svo áhugasamir og alltaf í góðu skapi“, segir Anna Linda.En hvað finnst þeim erfiðast við íslenskunámið?„Framburðurinn og málfræðin sem þeim finnst flókin, þetta að þurfa alltaf að vera að breyta orðunum eins og lýsingarorðum og sögnum, þeim finnst þetta ótrúleg skrýtið.“ Mæðgurnar Hiba Alhamwd sem er 14 ára og Yousra Alhalws sem er 32 ára gengur vel á námskeiðinu. „Ég vil læra mikla íslensku,“ segir Hiba og mamma hennar tekur undir það, hún vill líka vera dugleg að læra íslensku. Báðum segjast þeim líka mjög vel á búa á Íslandi og ekki síst á Selfossi. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Um þrjú hundruð útlendingar sækja á hverju ári námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands til að læra íslensku. Sérstaka athygli vekur góður árangur íbúa frá Sýrlandi sem flutti á Selfoss í haust. Kennarinn á námskeiðunum segir nemendurna ótrúlega duglega og áhugasama að læra málið. Það er líf og fjör í íslensku kennslu í einni kennslustofunni hjá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi þar sem Anna Linda Sigurðardóttir bregður á leik með nemendum. Þessi hópur er að klára íslensku eitt sem er sjö vikna námskeið tvisvar í viku og mun væntanlega halda áfram á námskeiði tvö hjá Önnu. Hópurinn kemur meðal annars frá Albaníu, Spáni, Danmörku, Nepal, Póllandi og Sýrlandi. Melina Sophie er frá Þýskalandi en hún vinnur á hestabúinu Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mjög skemmtilegt, það er mjög skemmtilegt að læra íslensku“, segir Melina og bætir því við að strákarnir á Íslandi séu mjög sætir. Anna Linda hefur kennt útlendingum íslensku í 16 ár hjá Fræðslunetinu, auk þess sem hún kennir íslensku í Vallaskóla á Selfossi. „Á hverju einasta námskeiði koma nemendur mér á óvart hvað þeir eru flinkir, flottir og ná hröðum framförum og eru ótrúlega áhugasöm og dugleg. Ekki spillir fyrir að þau eru alltaf í góðu skapi“. Átta manna fjölskylda frá Sýrlandi flutti á Selfoss í haust, mæðgur úr fjölskyldunni eru hjá Önnu að læra íslensku. „Þeim gengur ótrúlega vel og krakkarnir eru sérlega duglegir og fullorðna fólkið, það eru allir svo áhugasamir og alltaf í góðu skapi“, segir Anna Linda.En hvað finnst þeim erfiðast við íslenskunámið?„Framburðurinn og málfræðin sem þeim finnst flókin, þetta að þurfa alltaf að vera að breyta orðunum eins og lýsingarorðum og sögnum, þeim finnst þetta ótrúleg skrýtið.“ Mæðgurnar Hiba Alhamwd sem er 14 ára og Yousra Alhalws sem er 32 ára gengur vel á námskeiðinu. „Ég vil læra mikla íslensku,“ segir Hiba og mamma hennar tekur undir það, hún vill líka vera dugleg að læra íslensku. Báðum segjast þeim líka mjög vel á búa á Íslandi og ekki síst á Selfossi.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira