Þrjár erlendar konur létust eftir að hafa gengist undir magaminnkunaraðgerð hjá íslenskum lækni Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 20:53 Landlæknisembættið rannsakar dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu. Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Auðunn Sigurðsson segir engar efasemdir hafa komið fram um hæfni sína sem skurðlæknir á meðan hann starfaði sem slíkur í Bretlandi. Þetta segir Auðunn í yfirlýsingu sem hann sendi fréttastofu Ríkisútvarpsins sem hefur fjallað um andlát sjúklinga sem gengist hafa undir magaermisaðgerð hjá Auðunni.Í kvöldfréttum RÚV var sagt frá því að frá árinu 2010 hefðu þrjár erlendar konur, tvær breskar og ein írsk, látist eftir magaminnkunaraðgerðir sem framkvæmdar voru af Auðunni þegar hann starfaði í Bretlandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gær að tvær konur hefðu látist hér á landi eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð á einkarekinni skurðstofu Auðuns. Auðunn er eigandi fyrirtækisins Gravitast sem hefur á síðustu sex árum framkvæmt magaermisaðgerðir á 250 Íslendingum. RÚV sagði landlæknisembættið rannsaka dauðsföll kvennanna hér á landi og þá eru málin tvö einnig komin á borð hjá lögreglu.Auðun Sigurðsson, eigandi Gravitas slf.Auðunn neitaði RÚV um viðtal en sendi þess í stað frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa starfað í Bretlandi í tæpa þrjá áratugi og gerði á þeim tíma tugþúsundir aðgerða af ýmsu tagi, meðal annars sex þúsund aðgerðir vegna offitu fyrir bæði opinbera heilbrigðiskerfið í Bretlandi og sjálfstæð heilbrigðisfyrirtæki þar í landi. Hann segist í heild hafa framkvæmt yfir 600 magaermisaðgerðir, þar af 250 á Íslendingum á síðastliðnum sex árum. Auðunn segir að öllum skurðaðgerðum fylgi áhætta og því eðlilegt að einhver tilfelli komi upp á svo löngum starfsferli þar sem eitthvað hefði betur mátt fara. Hann tekur fram að í Bretlandi sé mjög strangt eftirlit með læknum þar sem árlegt uppgjör fer fram á þeirra störfum og enn stærra mat lagt á þeirra störf á fjögurra ára fresti. „Engar efasemdir hafa komið fram um hæfni mína sem skurðlækni í þessu mati og fylgikvillar aðgerða hafa verið taldir falla innan eðlilegra marka,“ segir í yfirlýsingu Auðuns. Hann segir að tilfellin þrjú í Bretlandi hafi verið rannsökuð þar í landi og að einu þeirra hafi lokið með sátt og tryggingabótum og án athugasemda frá breskum heilbrigðisyfirvöldum. Hann telur mikilvægt að reglum um persónuvernd verði breytt hér á landi þannig að íslenskir læknar geti sent upplýsingar um sín störf í stóra gagnagrunna erlendis, og nefnir sem dæmi Bretland og Norðurlöndin, til að tryggja eðlilegt gæðaeftirlit sem sé því miður ekki mögulegt með öðrum hætti í svo fámennu landi sem Ísland er.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00
Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Landlæknir veit ekki hversu margar magaermaaðgerðir eru gerðar hér á landi. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku með alvarleg einkenni eftir aðgerðirnar. 26. febrúar 2018 06:00