Alexander Örn: Draumur að feta í fótspor föður míns Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. mars 2018 19:15 Alexander Örn Júlíusson, nýliði í landsliðinu í handbolta, segir það draum sinn að feta í fótspor föður síns, Júlíusar Jónassonar. Alexander var valinn í fyrsta hóp Guðmundar Guðmundssonar í dag. Júlíus Jónasson spilaði tæplega 300 landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Hann lagði landsliðsskóna á hillunaí lok árs 1999 og nú, tæpum tveimur áratugum síðar, fær sonur hans sitt fyrsta tækifæri. „Ég var auðvitað himinnlifandi þegar ég fékk þessar fregnir síðastliðinn mánudag. Það er ekki spurning. Auðvitað er þetta mikill heiður að vera valinn í landsliðið,“ segir Alexander. „Það er auðvitað draumur og markmið flestra handboltamanna sem eru í þessu af einhverri alvöru að spila fyrir íslenska landsliðið. Pabbi er fyrrverandi landsliðsmaður með fjöldan allan af leikjum á bakinu. Hann er auðvitað fyrirmynd mín. Það er meiriháttar að fá tækifæri til að feta í hans fótspor.“ Alexander Örn er einn allra besti varnarmaður Olís-deildarinnar með ríflega fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik, samkvæmt HB Statz. Í orkumikilli vörn Guðmundar Guðmundssonar gæti þessi fótfrái leikmaður nýst vel. „Eins og Guðmundur sagði þá hef ég ákveðna eiginleika sem gætu passað inn í hans hugmyndafræði er varðar varnarleikinn. Það verður bara að koma í ljós núna um páskana hvort að það sé rétt mat hjá honum. Þetta er bara æfingahópur þannig að maður þarf að gera sitt besta og gera vonandi tilkall til þess að vera valinn í hópinn fyrir Golden League,“ segir Alexander Örn Júlíusson. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Vignir: Gummi hringdi í mig þegar ég var á fæðingardeildinni Reynsluboltinn Vignir Svavarsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. Það er rúmt ár síðan hann var síðast í liðinu og hann hefur misst af síðustu tveimur stórmótum. 14. mars 2018 15:12 Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar. 14. mars 2018 14:15 Íslenska landsliðið missir meira en þúsund landsleiki á einu bretti Sjö leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM í Króatíu í janúar eru ekki í fyrsta hóp Guðmundar Guðmundssonar. Þar fer gríðarlega reynsla út úr hópnum á einu bretti. 14. mars 2018 14:45 Svona var blaðamannafundurinn hjá Guðmundi | Myndband Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi upp úr hádegi. Hann hristir vel upp í hópnum. 14. mars 2018 15:15 Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar Landsliðsfyrirliðinn ekki valinn til að spila fyrir Ísland í Gulldeildinni í Noregi í næsta mánuði. 14. mars 2018 14:00 Björgvin: Algjört bull að menn geti komið of ungir inn í landsliðið Markvörðurinn stendur einn eftir af silfurdrengjunum í hópnum sem fer til Noregs. 14. mars 2018 16:08 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Alexander Örn Júlíusson, nýliði í landsliðinu í handbolta, segir það draum sinn að feta í fótspor föður síns, Júlíusar Jónassonar. Alexander var valinn í fyrsta hóp Guðmundar Guðmundssonar í dag. Júlíus Jónasson spilaði tæplega 300 landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Hann lagði landsliðsskóna á hillunaí lok árs 1999 og nú, tæpum tveimur áratugum síðar, fær sonur hans sitt fyrsta tækifæri. „Ég var auðvitað himinnlifandi þegar ég fékk þessar fregnir síðastliðinn mánudag. Það er ekki spurning. Auðvitað er þetta mikill heiður að vera valinn í landsliðið,“ segir Alexander. „Það er auðvitað draumur og markmið flestra handboltamanna sem eru í þessu af einhverri alvöru að spila fyrir íslenska landsliðið. Pabbi er fyrrverandi landsliðsmaður með fjöldan allan af leikjum á bakinu. Hann er auðvitað fyrirmynd mín. Það er meiriháttar að fá tækifæri til að feta í hans fótspor.“ Alexander Örn er einn allra besti varnarmaður Olís-deildarinnar með ríflega fimm löglegar stöðvanir að meðaltali í leik, samkvæmt HB Statz. Í orkumikilli vörn Guðmundar Guðmundssonar gæti þessi fótfrái leikmaður nýst vel. „Eins og Guðmundur sagði þá hef ég ákveðna eiginleika sem gætu passað inn í hans hugmyndafræði er varðar varnarleikinn. Það verður bara að koma í ljós núna um páskana hvort að það sé rétt mat hjá honum. Þetta er bara æfingahópur þannig að maður þarf að gera sitt besta og gera vonandi tilkall til þess að vera valinn í hópinn fyrir Golden League,“ segir Alexander Örn Júlíusson.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Vignir: Gummi hringdi í mig þegar ég var á fæðingardeildinni Reynsluboltinn Vignir Svavarsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. Það er rúmt ár síðan hann var síðast í liðinu og hann hefur misst af síðustu tveimur stórmótum. 14. mars 2018 15:12 Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar. 14. mars 2018 14:15 Íslenska landsliðið missir meira en þúsund landsleiki á einu bretti Sjö leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM í Króatíu í janúar eru ekki í fyrsta hóp Guðmundar Guðmundssonar. Þar fer gríðarlega reynsla út úr hópnum á einu bretti. 14. mars 2018 14:45 Svona var blaðamannafundurinn hjá Guðmundi | Myndband Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi upp úr hádegi. Hann hristir vel upp í hópnum. 14. mars 2018 15:15 Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar Landsliðsfyrirliðinn ekki valinn til að spila fyrir Ísland í Gulldeildinni í Noregi í næsta mánuði. 14. mars 2018 14:00 Björgvin: Algjört bull að menn geti komið of ungir inn í landsliðið Markvörðurinn stendur einn eftir af silfurdrengjunum í hópnum sem fer til Noregs. 14. mars 2018 16:08 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Vignir: Gummi hringdi í mig þegar ég var á fæðingardeildinni Reynsluboltinn Vignir Svavarsson er mættur aftur í íslenska landsliðið. Það er rúmt ár síðan hann var síðast í liðinu og hann hefur misst af síðustu tveimur stórmótum. 14. mars 2018 15:12
Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu Aron Pálmarsson tekur við fyrirliðabandinu í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar. 14. mars 2018 14:15
Íslenska landsliðið missir meira en þúsund landsleiki á einu bretti Sjö leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM í Króatíu í janúar eru ekki í fyrsta hóp Guðmundar Guðmundssonar. Þar fer gríðarlega reynsla út úr hópnum á einu bretti. 14. mars 2018 14:45
Svona var blaðamannafundurinn hjá Guðmundi | Myndband Guðmundur Þórður Guðmundsson tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi upp úr hádegi. Hann hristir vel upp í hópnum. 14. mars 2018 15:15
Enginn Guðjón Valur í fyrsta landsliðshópi Guðmundar Landsliðsfyrirliðinn ekki valinn til að spila fyrir Ísland í Gulldeildinni í Noregi í næsta mánuði. 14. mars 2018 14:00
Björgvin: Algjört bull að menn geti komið of ungir inn í landsliðið Markvörðurinn stendur einn eftir af silfurdrengjunum í hópnum sem fer til Noregs. 14. mars 2018 16:08