Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. mars 2018 08:00 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, fékk greiddar rúmlega 12 milljónir króna meira í laun og hlunnindi í fyrra en árið áður Vísir/VALLI Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, hækkuðu um 20,7 prósent í fyrra samanborið við árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Laun og hlunnindi fjögurra framkvæmdastjóra fyrirtækisins hækkuðu á sama tíma um tæp 16 prósent. Fram kemur í ársreikningnum að laun og hlunnindi forstjóra N1 hafi á síðasta ári numið nærri 70,5 milljónum króna, eða sem nemur tæpum 5,9 milljónum á mánuði. Árið 2016 námu heildarárslaun og hlunnindi forstjórans 58,4 milljónum króna, eða sem nemur rúmlega 4,8 milljónum á mánuði. Hækkunin milli ára nemur því 12,1 milljón króna eða sem nemur rúmlega einni milljón króna á mánuði. Til samanburðar þýðir þessi hækkun að forstjóri N1 er nú næstum á pari við launahæsta bankastjóra landsins, Höskuld H. Ólafsson hjá Arion banka sem fékk 71,2 milljónir í laun og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Enginn forstjóri annarra skráðra félaga í Kauphöllinni fékk viðlíka hækkun milli ára og forstjóri N1. Kjör fjögurra framkvæmdastjóra félagsins bötnuðu einnig mikið milli ára samkvæmt ársreikningnum. Heildargreiðslur til þeirra á síðasta ári námu 140,2 milljónum króna, eða sem nemur að meðaltali 2,9 milljónum á mánuði hjá hverjum og einum samanborið við 122,2 milljónir árið 2016, eða sem nemur 2,5 milljónum á mánuði hjá hverjum þeirra. Hækkunin nemur tæpum 16 prósentum sem fyrr segir. Fréttablaðið leitaði skýringa á hvað lægi að baki þessum hækkunum milli ára hjá forstjóra N1. Eggert Þór segir að nánari grein verði gerð fyrir grunnlaunum og hlunnindum stjórnenda fyrirtækisins á komandi aðalfundi á mánudag. Þar sem félagið sé skráð á markað sé að svo stöddu ekki hægt að upplýsa um sundurliðun kaups og kjara fyrr en þá. Hagnaður N1 hf. nam rétt rúmum tveimur milljörðum á síðasta ári samanborið við tæplega 3,4 milljarða árið 2016 og dróst því saman um nærri 1,4 milljarða króna. Stærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á 13,3 prósenta hlut og Gildi lífeyrissjóður með 9,2 prósenta hlut. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðanna við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira