Hús rýmd vegna snjóflóðahættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:14 Frá Seyðisfirði, þegar viðraði aðeins betur. Andrea Harris Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?