Sjö spennandi íslenskir hönnuðir að fylgjast með Ritstjórn skrifar 15. mars 2018 13:45 Afgangar eftir Agustav, Urban Nomad hillan eftir Folk Reykjavík, Studio Trippin. Íslensk hönnun blómstrar sem aldrei fyrr og margt nýtt og spennandi lítur dagsins ljós. Í dag hefst ein stærsta uppskeruhátíð hönnunar á Íslandi, HönnunarMars, þar sem kennir ýmissa grasa. Það eru margir viðburðir á stuttum tíma en hér er það sem greip athygli okkar og við mælum með að gefa frekari gaum. Umhverfisvernd, sjálfbærni, matarsóun og praktískar lausnir virðast vera vinsæl viðfangsefni. Þessi umfjöllun er úr nýjasta tölublaðinu okkar og alls ekki tæmandi listi enda margt spennandi í gangi sem við hvetjum fólk til að skoða. Hægt er að kynna sér dagskránna í heild sinni hér.Myndir/Baldur KristjánsURBAN NOMAD, FOLK REYKJAVÍKHönnuðurinn Jón Helgi Hólmgeirsson hannaði þessi hillu fyrir hönnunarfyrirtækið Folk Reykjavík. Hillan er nú þegar komin í sölu í Epal, Geysi Heima, Akkúrat og hjá Hlín Reykdal og nú er sótt út í heim. Hillan kemur í nokkrum litum og er hönnuð til að koma til móts við umfangsmiklar samfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað, nefnilega stórkostlega þéttbýlisvæðingu um heim allan. Fólk ytur í stórborgir eins og aldrei fyrr. Þetta þýðir að íbúðaverð hækkar, fólk þarf að berjast um íbúðir og mögulega ytja oftar en það vill. Þetta er því færanleg mínímalísk hirsla sem hentar í hvaða herbergi sem er. Nánar á folkreykjavik.com.AFGANGAR/ LEFTOVERS EFTIR AGUSTAV Umhverfisvernd hefur alltaf verið ofarlega í huga við framleiðslu hjá Agustav og hefur fyrirtækið gróðursett tré fyrir hverja selda vöru alveg frá byrjun. Nú hefur hönnunarfyrirtækið stigið skrefinu lengra í því að huga að umhverfinu í framleiðslu sinni og kynnir nýtt konsept sem kallast Afgangar sem gengur út á að þaulnýta alla afganga sem falla til á verkstæðinu og veita þeim líf. Með þessu móti minnkar afall frá fyrirtækinu, efnið er nýtt til fulls og útkoman er falleg handunnin vara á hagstæðu verði. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu þeirra, agustav.is.Mynd/Jón SteinarCATCH OF THE DAY - BJÖRN STEINAR BLUMENSTEIN Catch of the day berst gegn matarsóun með framleiðslu á áfengi! Matarsóun er gríðarstórt vandamál á heimsvísu og stafar mikil sóun ferskmetis af sveiflum í framboði og eftirspurn. Matarsóun verður að hráefni til áfengisframleiðslu með gerjun og eimingu, því áfengi yfir 23% styrkleika hefur óendanlegan geymslutíma. Catch of the day kemur með tillögu að lausn og opnar um leið fyrir samtal um þarft málefni.Sýningarstaður: Bismút, Hverfisgötu 82.DÖGG DESIGN Konan á bak við merkið er vöruhönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir sem hefur áður unnið vörur í samstarfi við þekkt fyrirtæki á borð við Norr11, Ligne Roset, Christofle og BSweden. Dögg ætlar að sýna tvær línu í Akkúrat yfir HönnunarMars í ár. Roots og Bensi sem samanstanda af kertastjökum, borðum, snögum og bökkum. Meira inn á Doggdesign.com.STUDIO TRIPPIN Studio Trippin er hönnunarteymi sem samanstendur af Kristínu Karlsdóttur fatahönnuði og Valdísi Steinarsdóttur vöruhönnuði. Stúdíóið einbeitir sér að því að nýta loðnar hrosshúðir í hönnunarvöru, til dæmis í fatnað, aukahluti, húsgögn og smærri innanstokksmuni. Studio Trippin veitti viðtöku viður-kenningu forseta Íslands fyrir eitt af fimm öndvegisverkefnum sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Viðurkenningin er veitt þeim námsmönnum sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna síðastliðið sumar. Á HönnunarMars ætlar Studio Trippin að bjóða fólki inn í hugarheim sinn og mælir með að gestir mæti með opinn hug og öll skilningarvit sperrt. Sýningarstaður er Hótel Marína - meira hér. Theodóra Alfreðsdóttir Theodóra er vöruhönnuður, búsett í London og vinnur að margvíslegum verkefnum á sviði hönnunar. Á HönnunarMars mun hún kynna forvitnilegt verkefni þar sem markmiðið er að lengja líftíma móta, gefa þeim jafnmikið vægi og hinum eiginlega hlut. Í hönnunarferli er mótagerð nauðsynleg og því vandaðra sem mótið er, því betri verður lokaútkoman. Í ár kynnir hún til leiks þrívíðar skissur sem endurspegla konseptið, þar fá mótin áframhaldandi líf sem abstrakt verk eftir að upphaflegu hlutverki þeirra er lokið. Sýning Theodóru er í verslun Geysis heima á Skólavörðustíg - hér eru frekari upplýsingar.USEE STUDIO Halla Hákonardóttir og Helga Kjerúlf standa að hönnunarstúdíóinu Usee Studio og leggja þær áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurvinnslu. Minni sóun og meiri gleði. Þær sýndu fyrst á HönnunarMars 2017 og í ár munu þær kynna núverandi verkefni sín í formi tónlistarmyndbands þar sem rímna æði, húmor, kaldhæðni og ýkjur fá að leika lausum hala. Málefni líðandi stundar, mannréttindi og umhverfismál tengd tískuheiminum. Nánar á usee.is. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Upp með bakpokana Glamour Michelle Obama heiðruð á forsíðu New York Times Style Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour Stjörnurnar sem eiga von á sér árinu Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour
Íslensk hönnun blómstrar sem aldrei fyrr og margt nýtt og spennandi lítur dagsins ljós. Í dag hefst ein stærsta uppskeruhátíð hönnunar á Íslandi, HönnunarMars, þar sem kennir ýmissa grasa. Það eru margir viðburðir á stuttum tíma en hér er það sem greip athygli okkar og við mælum með að gefa frekari gaum. Umhverfisvernd, sjálfbærni, matarsóun og praktískar lausnir virðast vera vinsæl viðfangsefni. Þessi umfjöllun er úr nýjasta tölublaðinu okkar og alls ekki tæmandi listi enda margt spennandi í gangi sem við hvetjum fólk til að skoða. Hægt er að kynna sér dagskránna í heild sinni hér.Myndir/Baldur KristjánsURBAN NOMAD, FOLK REYKJAVÍKHönnuðurinn Jón Helgi Hólmgeirsson hannaði þessi hillu fyrir hönnunarfyrirtækið Folk Reykjavík. Hillan er nú þegar komin í sölu í Epal, Geysi Heima, Akkúrat og hjá Hlín Reykdal og nú er sótt út í heim. Hillan kemur í nokkrum litum og er hönnuð til að koma til móts við umfangsmiklar samfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað, nefnilega stórkostlega þéttbýlisvæðingu um heim allan. Fólk ytur í stórborgir eins og aldrei fyrr. Þetta þýðir að íbúðaverð hækkar, fólk þarf að berjast um íbúðir og mögulega ytja oftar en það vill. Þetta er því færanleg mínímalísk hirsla sem hentar í hvaða herbergi sem er. Nánar á folkreykjavik.com.AFGANGAR/ LEFTOVERS EFTIR AGUSTAV Umhverfisvernd hefur alltaf verið ofarlega í huga við framleiðslu hjá Agustav og hefur fyrirtækið gróðursett tré fyrir hverja selda vöru alveg frá byrjun. Nú hefur hönnunarfyrirtækið stigið skrefinu lengra í því að huga að umhverfinu í framleiðslu sinni og kynnir nýtt konsept sem kallast Afgangar sem gengur út á að þaulnýta alla afganga sem falla til á verkstæðinu og veita þeim líf. Með þessu móti minnkar afall frá fyrirtækinu, efnið er nýtt til fulls og útkoman er falleg handunnin vara á hagstæðu verði. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á heimasíðu þeirra, agustav.is.Mynd/Jón SteinarCATCH OF THE DAY - BJÖRN STEINAR BLUMENSTEIN Catch of the day berst gegn matarsóun með framleiðslu á áfengi! Matarsóun er gríðarstórt vandamál á heimsvísu og stafar mikil sóun ferskmetis af sveiflum í framboði og eftirspurn. Matarsóun verður að hráefni til áfengisframleiðslu með gerjun og eimingu, því áfengi yfir 23% styrkleika hefur óendanlegan geymslutíma. Catch of the day kemur með tillögu að lausn og opnar um leið fyrir samtal um þarft málefni.Sýningarstaður: Bismút, Hverfisgötu 82.DÖGG DESIGN Konan á bak við merkið er vöruhönnuðurinn Dögg Guðmundsdóttir sem hefur áður unnið vörur í samstarfi við þekkt fyrirtæki á borð við Norr11, Ligne Roset, Christofle og BSweden. Dögg ætlar að sýna tvær línu í Akkúrat yfir HönnunarMars í ár. Roots og Bensi sem samanstanda af kertastjökum, borðum, snögum og bökkum. Meira inn á Doggdesign.com.STUDIO TRIPPIN Studio Trippin er hönnunarteymi sem samanstendur af Kristínu Karlsdóttur fatahönnuði og Valdísi Steinarsdóttur vöruhönnuði. Stúdíóið einbeitir sér að því að nýta loðnar hrosshúðir í hönnunarvöru, til dæmis í fatnað, aukahluti, húsgögn og smærri innanstokksmuni. Studio Trippin veitti viðtöku viður-kenningu forseta Íslands fyrir eitt af fimm öndvegisverkefnum sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Viðurkenningin er veitt þeim námsmönnum sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna síðastliðið sumar. Á HönnunarMars ætlar Studio Trippin að bjóða fólki inn í hugarheim sinn og mælir með að gestir mæti með opinn hug og öll skilningarvit sperrt. Sýningarstaður er Hótel Marína - meira hér. Theodóra Alfreðsdóttir Theodóra er vöruhönnuður, búsett í London og vinnur að margvíslegum verkefnum á sviði hönnunar. Á HönnunarMars mun hún kynna forvitnilegt verkefni þar sem markmiðið er að lengja líftíma móta, gefa þeim jafnmikið vægi og hinum eiginlega hlut. Í hönnunarferli er mótagerð nauðsynleg og því vandaðra sem mótið er, því betri verður lokaútkoman. Í ár kynnir hún til leiks þrívíðar skissur sem endurspegla konseptið, þar fá mótin áframhaldandi líf sem abstrakt verk eftir að upphaflegu hlutverki þeirra er lokið. Sýning Theodóru er í verslun Geysis heima á Skólavörðustíg - hér eru frekari upplýsingar.USEE STUDIO Halla Hákonardóttir og Helga Kjerúlf standa að hönnunarstúdíóinu Usee Studio og leggja þær áherslu á sjálfbærni, umhverfisvernd og endurvinnslu. Minni sóun og meiri gleði. Þær sýndu fyrst á HönnunarMars 2017 og í ár munu þær kynna núverandi verkefni sín í formi tónlistarmyndbands þar sem rímna æði, húmor, kaldhæðni og ýkjur fá að leika lausum hala. Málefni líðandi stundar, mannréttindi og umhverfismál tengd tískuheiminum. Nánar á usee.is.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið „Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Glamour Highlighter frá Pat McGrath? Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Brie Larson mun leika fyrstu konuna sem bauð sig fram til forseta Glamour Upp með bakpokana Glamour Michelle Obama heiðruð á forsíðu New York Times Style Glamour Sumartískan, súpermömmur og misheppnuð húðflúr Glamour Stjörnurnar sem eiga von á sér árinu Glamour Chelsea Manning á forsíðu The New York Times Magazine Glamour