Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2018 04:51 Kröfurnar beinast að öllum meðlimum sveitarinnar. VÍSIR/GETTY Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Um er að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna sem nær til allra þriggja meðlima sveitarinnar; Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Samkvæmt heimildum er ástæðan rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum. Krafan var tekin fyrir og birt þremenningunum í desember síðastliðnum. Undir hana falla kyrrsetningar á fasteignum, ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í fyrirtækjum. Hæsta krafan var á hendur söngvara sveitarinnar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kallaður, en hún nam 638 milljónum króna. Þar er um að ræða kyrrsetningu á þrettán húseignum, tveimur bifhjólum og tveimur fólksbílum, sem og sex bankareikningum og hlutafé í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Hólm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Allir þrír mótmæltu kyrrsetningunni á grundvelli þess að stór hluti hennar varði einfalda túlkun á tekjuskattslögum. Um hafi verið að ræða handvömm endurskoðanda en ekki ásetning. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjárhæð meintra skattaundanskota. Hins vegar má gera ráð fyrir að þau nemi mörg hundruð milljónum króna því lögum samkvæmt er ekki heimilt að kyrrsetja eignir umfram þá fjárhæð sem meint skuld stendur í. Birtist í Fréttablaðinu Skattar Tengdar fréttir Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur kyrrsett eignir meðlima Sigur Rósar, að kröfu tollstjóra. Um er að ræða kyrrsetningu upp á tæplega 800 milljónir króna sem nær til allra þriggja meðlima sveitarinnar; Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Hólm og Orra Páls Dýrasonar. Samkvæmt heimildum er ástæðan rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum skattalagabrotum. Krafan var tekin fyrir og birt þremenningunum í desember síðastliðnum. Undir hana falla kyrrsetningar á fasteignum, ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í fyrirtækjum. Hæsta krafan var á hendur söngvara sveitarinnar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kallaður, en hún nam 638 milljónum króna. Þar er um að ræða kyrrsetningu á þrettán húseignum, tveimur bifhjólum og tveimur fólksbílum, sem og sex bankareikningum og hlutafé í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Hólm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Allir þrír mótmæltu kyrrsetningunni á grundvelli þess að stór hluti hennar varði einfalda túlkun á tekjuskattslögum. Um hafi verið að ræða handvömm endurskoðanda en ekki ásetning. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjárhæð meintra skattaundanskota. Hins vegar má gera ráð fyrir að þau nemi mörg hundruð milljónum króna því lögum samkvæmt er ekki heimilt að kyrrsetja eignir umfram þá fjárhæð sem meint skuld stendur í.
Birtist í Fréttablaðinu Skattar Tengdar fréttir Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni 35 milljóna króna fyrirframgreiðsla Hörpu ohf. til Kára Sturlusonar stefndi tónleikum Sigur Rósar í desember í hættu. Meðlimir sveitarinnar voru áhyggjufullir. Harpa og hljómsveitin neyddust til að semja um hvernig skipta ætti tapinu. 20. febrúar 2018 07:00