Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Vísir/Gva „Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
„Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57