Frétti af launahækkun forstjórans í fjölmiðlum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:00 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Vísir/Gva „Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Sjá meira
„Þetta voru fréttir fyrir mig líka, ég vissi ekki af þessu þannig að við höfum ekki náð að skoða þetta,“ segir Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, um launahækkanir forstjóra N1 sem Fréttablaðið greindi frá í gær. Gildi lífeyrissjóður er næststærsti hluthafi N1. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær hækkuðu laun og hlunnindi Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra N1, um sem nemur rúmri milljón á mánuði í fyrra frá árinu áður. Málið hefur vakið hörð viðbrögð úr röðum verkalýðsforystunnar en hinir ýmsu lífeyrissjóðir eiga rúm 50 prósent í félaginu sem skráð er í Kauphöllina.Sjá einnig: Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuðiStærstu hluthafar félagsins eru Lífeyrissjóður verslunarmanna með 13,3 prósenta hlut og Gildi með 9,2 prósenta hlut. Fréttablaðið sendi fyrirspurnir á framkvæmdastjóra þeirra um hvort athugasemdir hefðu verið gerðar við þessar hækkun, með tilliti til meðal annars hluthafastefnu sjóðanna. Gildi samþykkti nýja hluthafastefnu fyrir stórar fjárfestingar árið 2015, sem teljast 0,5 prósent af heildareignum sjóðsins, 5 prósent eða meira í hverju félagi eða að sjóðurinn sé meðal fimm stærstu hluthafa. Í henni eru sett fram viðmið um upplýsingagjöf hvað varðar starfskjör og starfskjarastefnu og kveðið á um að stuðla að auknum og gagnkvæmum samskiptum við stjórnir félaga. Í stefnunni segir að áhersla sé lögð á að ávallt liggi fyrir „greinargóðar upplýsingar og rök fyrir starfskjörum stjórnenda og starfsmanna, m.a. árangurstengdum launagreiðslum s.s. kaupaukum“.Sjá einnig: Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“Kjarabót forstjórans upp á rúm 20 prósent og fjögurra framkvæmdastjóra upp á tæp 16 prósent virðist hins vegar hafa komið forsvarsmönnum Gildis í opna skjöldu. „Við eigum eftir að ræða þetta innan sjóðsins þannig að ég get ekkert sagt eins og staðan er núna. Bara „no comment“ í bili,“ segir Árni. Guðmundur Þ. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Sjá meira
Forstjóri N1 hækkaði um milljón á mánuði Laun og hlunnindi fimm helstu stjórnenda N1 hf. námu rúmum 210 milljónum króna í fyrra og hækkuðu um nærri 30 milljónir milli ára. Laun og hlunnindi forstjórans hækkuð um 20,7 prósent, eða sem nemur rúmri milljón á mánuði 15. mars 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57