Tígurinn heldur áfram að bíta frá sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2018 08:30 Tiger fagnar fuglinum magnaða í gær. vísir/getty Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy eru á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn á Arnold Palmer boðsmótinu í golfi. Svíinn Henrik Stenson leiðir mótið á átta höggum undir pari en Tiger er í sjöunda sæti ásamt fleirum. Hann er fjórum höggum á eftir Stenson og Rory McIlroy er svo höggi á eftir Tiger. Tiger var með sex fugla á hringnum í gær en þann fallegasta má sjá hér að neðan. Hann er nánast að pútta af bílastæðinu og ofan í.WOW!!! @TigerWoods from 71 feet ...#QuickHitspic.twitter.com/xO7XWJVv9p — PGA TOUR (@PGATOUR) March 15, 2018 Tiger hefur unnið átta sinnum á Bay Hill en það eru komin fimm ár síðan hann vann golfmót síðast. „Ég er bara að keppa og njóta þess. Það er svo langt síðan ég gat gert það og það var eiginleg bara spurning hvenær ég myndi fara að njóta þess á ný,“ sagði Tiger en hann hefur verið þjáður í mörg ár og farið í fjórar bakaðgerðir. „Tilfinningin hjá mér er sú að ég er ekkert að hugsa of mikið. Ég er bara í rétta fílingnum og læt vaða. Tilfinningin er komin aftur.“ Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending klukkan 18.00 í kvöld. Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bæði Tiger Woods og Rory McIlroy eru á meðal efstu manna eftir fyrsta daginn á Arnold Palmer boðsmótinu í golfi. Svíinn Henrik Stenson leiðir mótið á átta höggum undir pari en Tiger er í sjöunda sæti ásamt fleirum. Hann er fjórum höggum á eftir Stenson og Rory McIlroy er svo höggi á eftir Tiger. Tiger var með sex fugla á hringnum í gær en þann fallegasta má sjá hér að neðan. Hann er nánast að pútta af bílastæðinu og ofan í.WOW!!! @TigerWoods from 71 feet ...#QuickHitspic.twitter.com/xO7XWJVv9p — PGA TOUR (@PGATOUR) March 15, 2018 Tiger hefur unnið átta sinnum á Bay Hill en það eru komin fimm ár síðan hann vann golfmót síðast. „Ég er bara að keppa og njóta þess. Það er svo langt síðan ég gat gert það og það var eiginleg bara spurning hvenær ég myndi fara að njóta þess á ný,“ sagði Tiger en hann hefur verið þjáður í mörg ár og farið í fjórar bakaðgerðir. „Tilfinningin hjá mér er sú að ég er ekkert að hugsa of mikið. Ég er bara í rétta fílingnum og læt vaða. Tilfinningin er komin aftur.“ Golfstöðin sýnir frá mótinu og hefst útsending klukkan 18.00 í kvöld.
Golf Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira