Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti reynst írska Eurovision-laginu fjötur um fót Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2018 18:06 Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við írska Eurovision-framlagið í ár. Vísir/Skjáskot Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan. Eurovision Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira
Bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi gæti orðið framlagi Írlands í Eurovision í ár fjötur um fót. Samkynja par er í aðalhlutverki í myndbandi við lagið en fordómar í garð samkynhneigðra eru miklir í Rússlandi. Ryan O‘Shaughnessy, flytjandi lagsins sem ber titilinn Together, greindi frá því á Twitter-reikningi sínum að Rússar hefðu hótað því að sýna ekki frá Eurovision-keppninni í ár vegna myndbandsins. O‘Shaughnessy sagði að þarna væri um að ræða áróður gegn samkynhneigðum. Söngvarinn, sem auk þess er einn höfunda lagsins, virðist þó hvergi banginn og bætti við að honum þætti meint afstaða Rússa í málinu „sprenghlægileg.“The Russians are now threatening a broadcasting ban because of my video for 'Together'. Anti-gay propaganda regime at its finest! Hilarious if you ask me.. #IDareYou https://t.co/6j1ECrdLBi— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 12, 2018 From Russia with Love pic.twitter.com/MAdN5qmkBe— Ryan O'Shaughnessy (@Ryan_Acoustic) March 14, 2018 Samkynhneigð var afglæpavædd í Rússlandi árið 1993 en fordómar í garð samkynhneigðra eru enn miklir. Þá geta þeir sem reka áróður fyrir „samkynhneigð,“ eins og það er orðað í sérstökum lagabálk um málið, átt yfir höfði sér háar sektir. Þá er þó vert að nefna að ekki er víst hvort samkynhneigð verði sýnileg í atriði O‘Shaughnessy, sem stígur á stokk á fyrra undankvöldi keppninnar í maí. Rússar eru hins vegar á seinna undankvöldinu. Í frétt vefmiðilsins Metro segir enn fremur að Rússar yrðu látnir sæta refsingu ef þeir neituðu að sýna frá keppninni vegna írska framlagsins.Myndbandið við írska Eurovision-lagið Together má sjá hér að neðan.
Eurovision Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Fleiri fréttir „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Sjá meira