Friða flugskýlisgrind frá hernámsárunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Stálburðarvirki Flugkýlis 1 er jafnvel talið geta verið einstakt á heimsvísu að mati Minjastofnunar Íslands. Vísir/Eyþór „Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar friðlýsingar á Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt Reykjavíkurborg að stofnunin sé að undirbúa tillögu til menntaog menningarmálaráðherra um að friðlýsa Flugskýli 1. „Lagt er til að friðlýsingin taki til stálburðargrindar skýlisins og upprunalegra rennihurða á göflum hússins,“ segir í bréfi þar sem borginni er lögum samkvæmt boðið að gera athugasemdir við áformin. „Burðargrind skýlisins er upprunaleg og afar sérstök. Mjög fá önnur skýli af þessari gerð hafa varðveist og kann skýlið því að hafa varðveislugildi á heimsvísu,“ segir Minjastofnun. Flugskýli 1 sé fyrsta flugskýlið sem byggt hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. „Skýlið stendur við hlið gamla flugturnsins sem er friðlýst bygging. Saman mynda þau varðveisluheild sem hefur fágætisgildi á landsvísu,“ segir áfram um gildi skýlisins. Það stendur aftan við flugstjórnarmið- stöðina og er skammt frá Hótel Natura. „Það er eitt fjögurra breskra flugskýla af gerðinni T-2 sem smíðuð voru og sett upp á Reykjavíkurflugvelli fyrir breska herinn af fyrirtækinu Teeside Bridge and Engineering Co. Ltd. Í Middlesbrough. Sama fyrirtæki smíðaði og setti upp Ölfusárbrúna á Selfossi árið 1945,“ segir Minjastofnun. Þá er tekið fram að Flugskýli 1 sé eitt elsta mannvirkið á Reykjavíkurflugvelli. Sem slíkt tengist það sögu hernámsáranna og flugsögu Íslands. „Flest flugfélög sem starfað hafa hér á landi hafa haft aðstöðu í húsinu á ólíkum tímabilum.“ Málið var á dagskrá umhverfisog skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni. Þar var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa borgarinnar. Hún er stutt: „Ekki eru gerðar athugasemdir við tillögu Minjastofnunar um friðlýsingu Flugskýlis 1.“ Formleg afstaða borgarinnar liggur hins vegar ekki enn fyrir þar sem málið hefur ekki verið afgreitt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira