Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. mars 2018 13:46 Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að þjónustan verði ríkisrekin. Sjúkraflutningamenn hafi upplifað sig sem olnbogabarn í kerfinu en nú sé lag að gera bragarbót á. Rauði kross íslands hefur sinnt rekstri sjúkrabíla hér á landi í 90 ár en stjórnvöld hafa ákveðið að taka reksturinn yfir. Var það vilji velferðarráðuneytisins að reksturinn yrði tekinn yfir í þrepum á þremur árum en því hafnar Rauði krossinn sem vill hætta strax.Sjá einnig: Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ekki liggur fyrir hvort Velferðarráðuneytið ætli að sjá um áframhaldandi rekstur eða hvort hann verði boðinn út. Stefán Pétursson, formaður landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sér þó tækifæri í breytingunum. „Við höfum svolítið upplifað okkur sem týnda starfsstétt og olnbogabarn í kerfinu þannig að nú sjáum við sóknarfæri í að efla og skilgreina þjónustuna. Við fögnum framtaki ráðherra að taka þjónustuna til gagngerrar endurskoðunar og treystum ráðherra til faglegra vinnubragða.“ Hann telur brýnt að einfalda rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi og vill að reksturinn verði færður til fagaðilanna sjálfra. Hann þakkar Rauða krossinum fyrir gott samstarf í gegnum árin og ítrekar mikilvægi endurnýjunar í tækjabúnaði. „Við viljum sjá þetta ríkisrekið, bara líkt og lögregluna, og við styðjum flutning verkefnisins til sveitarfélaga. En þá verður að tryggja rekstrarfé og það þarf að styrkja embætti utanssjúrahússlæknis á Íslandi,“ segir Stefán. Þótt óvissa ríki nú um framtíð sjúkrabílaþjónustu segir Stefán að ekki þurfi að óttast óvissan komi niður á þjónustunni. „Ég hef fulla trú á að ráðherra og fólk í utanspítalaþjónustu vinni þetta mál hratt, faglega og örugglega. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því.“ Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að rekstur sjúkrabílaflotans á Íslandi væri í uppnámi eftir að ríkið tók ákvörðun um að Rauði krossinn hætti rekstri þeirra. Kostnaður ríkisins við yfirtökuna gæti hlaupið á hundruðum milljóna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30