Eltir leikhúsdrauminn laus úr fjötrum karlmennskunnar Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 18. mars 2018 16:21 Saga Tómasar hefu vakið athygli. VISIR/ Atli Arnarsson Tómas Gauti Jóhannsson er einn íslenskra karlmanna sem hafa tjáð sig á samskiptamiðlinum Twitter undir myllumerkinu #karlmennskan. „Um leið og þetta karlmennskumyllumerki byrjaði fór ég að hugsa um þetta. Ég skellti þessu tvíti bara út í hálfkæringi og bjóst alls ekki við því að það myndi fá þessi viðbrögð.“ segir Tómas í samtali við Vísi.Var kallaður kelling og hommi fyrir að velja leiklistarnámskeið framyfir fótbolta æfingu þegar ég var í fimmta bekk. Af vinum og meir að segja þjálfara. Shit you not #karlmennskan— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) March 14, 2018 Tómas deildi sögu af þegar hann var í fimmta bekk og skráði sig í leiklistarnámskeið. Viðbrögðin sem Tómas fékk höfðu áhrif á hann næstu árin. „Það var ekki mikið um tækifæri til að stunda leiklist á Seltjarnarnesi,“ segir Tómas en einn daginn kom þó tækifærið þegar boðið var upp á leiklistarnámskeið í félagsmiðstöð skólans. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að nýta þetta tækifæri!“ Námskeiðið fór fram í matsal skólans og var Tómas eini strákurinn á námskeiðinu. „Daginn sem námskeiðið byrjaði var þetta búið að spyrjast úr í skólanum. Strax í frímínútunum var ég farinn að heyra orð eins og kelling og hommi. Ég man að einn strákur sem fór í ballett lenti í svipaðri stríðni.“ „Ég veit að það ætlaði sér enginn að vera vondur. Það þótti bara fáránlegt að strákur væri að fara á námskeið með fjórtán stelpum.“ Námskeiðið fór fram í matsal skólans þar sem voru stórir gluggar. „Strákarnir fóru ekki á æfingu heldur stóðu þeir við gluggann. Þeir bönkuðu á gluggann, hlógu og gerðu grín af mér.“ Námskeiðið skaraðist við fótboltaæfingu Tómasar. „Ég mætti seint og það voru allir flissandi og pískrandi þegar ég labbaði inn. Þjálfarinn var búinn að frétta að ég væri að koma seint af því ég var á leiklistaræfingu. Það hnussaði í honum „Hvað varstu bara á leiklistaræfingu?“ Svo brosti hann út í annað og hristi hausinn meðan hann labbaði í burtu, eins og til að sýna hversu fáránlegt þetta væri.“ Eftir þetta hélt Tómas áhuga sínum á leiklist leyndum. „Ég fór í prufur fyrir kvikmyndir og ég man að ég sagði engum frá því, ekki einu sinni besta vini mínum.“ Eitt sinn bauðst Tómasi að fara á sett þegar verið var að taka upp sketsaþáttinn Stelpurnar. „Ég þóttist vera veikur til að þurfa ekki að mæta á settið. Ég var hræddur um að ég myndi enda í skets og það yrði gert grín að mér.“ Í 10. bekk kom svo stórt tækifæri fyrir Tómas þegar hann tók þátt í uppfærslu á Grease. „Það taka allir þátt í leikritinu tíunda bekk. Ég tók þátt og ég gjörsamlega blómstraði. Ég man hvað ég dýrkaði það.“ Þegar komið var í menntaskóla sótti Tómas leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins en skýldi sér á bakvið það að hann væri þar fyrir félagsskapinn. Það var svo fyrir hvatningu góðs vinar sem Tómas varð virkur í leiklist og tók að skríða úr skelinni „Það var ekki fyrr en ég var 18-19 ára að ég fór að taka þessu alvarlega.“ Tómas er í dag 24 ára og vinnur í að því að komast inn í leiklistarskóla erlendis. Hann bíður nú spenntur eftir ferð til Liverpool þar sem hann er kominn í lokaúrtak í inntökuferlinu hjá draumaskólanum. Tómas er ekki sá eini sem hefur tjáð sig undir myllumerkinu #karlmennskan um hvernig staðlaðar hugmyndir um karlmennsku hafa haft áhrif á líf hans og áhugamál en hér að neðan má finna fleiri dæmi.Uppskar aðhlátur þegar ég játaði að í íþróttatímum í menntaskóla hefði ég meira gaman af dansi en fótbolta. Þetta var svo krotað í árbókina. Ég er svo lánsamur að vera nokkuð félagslega sterkur og lét þetta ekki á mig fá, en hvað um þá sem eru ekki jafn lánsamir? #karlmennskan— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) March 17, 2018 Ég dýrkaði Spice Girls þegar ég var svona sex til sjö ára.... Átti mixtape með þremur eða fjórum uppáhalds lögunum þeirra. Faldi það samt fyrir öðrum því að strákar hlusta ekki á svona tónlist. #karlmennskan— Sigurþór Einarsson (@Sigurthore) March 14, 2018 Hvaða liði heldur þú með í enska? Krafan um að fíla enskan knattspyrnu. #karlmennskan— Njörður Sigurðsson (@Njordur) March 17, 2018 Konan mín er ökumaður bílsins þegar við erum tvö. Ég hef opinberlega sagt að það sé vegna þess að hún sé hrædd í bíl þegar einhver annar er við stýrið en í raun er það vegna þess að hún er svo miklu betri ökumaður en ég. Hún bakkar í stæði eins og boss. #karlmennskan— JKKristinsson (@eyeslander) March 13, 2018 Ég á nær eingöngu vinkonur. Þegar við hittumst erum 'við stelpurnar“ að hittast. Rekst reglulega á fólk sem skilur það alls ekki. Because #karlmennskan— Tumi Ferrer (@TumiFerrer) March 13, 2018 Í 6 ára bekk, bjó sonur minn til fallegt perluarmband handa mér. Ég fór með það í vinnuna daginn eftir þar sem voru 99% karlmenn. Ég var spurður hvort ég væri að breytast í konu #karlmennskan— Valtýr Örn (@valtyrorn) March 14, 2018 Þegar ég var átta ára kunni ég textann við hvert einasta lag á Spice með Spice Girls(sem er meistaraverk). Þetta gat ég náttúrulega ekki sagt sálu, enda Spice Girls ekki fyrir stráka. Kem því hér með stoltur úr kryddskúffunni og syng Wannabe hástöfum! #karlmennskan— Hervald Rúnar (@hervald1) March 16, 2018 Innlent Tengdar fréttir Berjast gegn „eitraðri karlmennsku“ með reynslusögum Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta "eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir. 13. mars 2018 20:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Tómas Gauti Jóhannsson er einn íslenskra karlmanna sem hafa tjáð sig á samskiptamiðlinum Twitter undir myllumerkinu #karlmennskan. „Um leið og þetta karlmennskumyllumerki byrjaði fór ég að hugsa um þetta. Ég skellti þessu tvíti bara út í hálfkæringi og bjóst alls ekki við því að það myndi fá þessi viðbrögð.“ segir Tómas í samtali við Vísi.Var kallaður kelling og hommi fyrir að velja leiklistarnámskeið framyfir fótbolta æfingu þegar ég var í fimmta bekk. Af vinum og meir að segja þjálfara. Shit you not #karlmennskan— Tómas G Jóhannsson (@TomasJohannss) March 14, 2018 Tómas deildi sögu af þegar hann var í fimmta bekk og skráði sig í leiklistarnámskeið. Viðbrögðin sem Tómas fékk höfðu áhrif á hann næstu árin. „Það var ekki mikið um tækifæri til að stunda leiklist á Seltjarnarnesi,“ segir Tómas en einn daginn kom þó tækifærið þegar boðið var upp á leiklistarnámskeið í félagsmiðstöð skólans. „Ég hugsaði með mér að ég yrði að nýta þetta tækifæri!“ Námskeiðið fór fram í matsal skólans og var Tómas eini strákurinn á námskeiðinu. „Daginn sem námskeiðið byrjaði var þetta búið að spyrjast úr í skólanum. Strax í frímínútunum var ég farinn að heyra orð eins og kelling og hommi. Ég man að einn strákur sem fór í ballett lenti í svipaðri stríðni.“ „Ég veit að það ætlaði sér enginn að vera vondur. Það þótti bara fáránlegt að strákur væri að fara á námskeið með fjórtán stelpum.“ Námskeiðið fór fram í matsal skólans þar sem voru stórir gluggar. „Strákarnir fóru ekki á æfingu heldur stóðu þeir við gluggann. Þeir bönkuðu á gluggann, hlógu og gerðu grín af mér.“ Námskeiðið skaraðist við fótboltaæfingu Tómasar. „Ég mætti seint og það voru allir flissandi og pískrandi þegar ég labbaði inn. Þjálfarinn var búinn að frétta að ég væri að koma seint af því ég var á leiklistaræfingu. Það hnussaði í honum „Hvað varstu bara á leiklistaræfingu?“ Svo brosti hann út í annað og hristi hausinn meðan hann labbaði í burtu, eins og til að sýna hversu fáránlegt þetta væri.“ Eftir þetta hélt Tómas áhuga sínum á leiklist leyndum. „Ég fór í prufur fyrir kvikmyndir og ég man að ég sagði engum frá því, ekki einu sinni besta vini mínum.“ Eitt sinn bauðst Tómasi að fara á sett þegar verið var að taka upp sketsaþáttinn Stelpurnar. „Ég þóttist vera veikur til að þurfa ekki að mæta á settið. Ég var hræddur um að ég myndi enda í skets og það yrði gert grín að mér.“ Í 10. bekk kom svo stórt tækifæri fyrir Tómas þegar hann tók þátt í uppfærslu á Grease. „Það taka allir þátt í leikritinu tíunda bekk. Ég tók þátt og ég gjörsamlega blómstraði. Ég man hvað ég dýrkaði það.“ Þegar komið var í menntaskóla sótti Tómas leiklistarnámskeið á vegum leikfélagsins en skýldi sér á bakvið það að hann væri þar fyrir félagsskapinn. Það var svo fyrir hvatningu góðs vinar sem Tómas varð virkur í leiklist og tók að skríða úr skelinni „Það var ekki fyrr en ég var 18-19 ára að ég fór að taka þessu alvarlega.“ Tómas er í dag 24 ára og vinnur í að því að komast inn í leiklistarskóla erlendis. Hann bíður nú spenntur eftir ferð til Liverpool þar sem hann er kominn í lokaúrtak í inntökuferlinu hjá draumaskólanum. Tómas er ekki sá eini sem hefur tjáð sig undir myllumerkinu #karlmennskan um hvernig staðlaðar hugmyndir um karlmennsku hafa haft áhrif á líf hans og áhugamál en hér að neðan má finna fleiri dæmi.Uppskar aðhlátur þegar ég játaði að í íþróttatímum í menntaskóla hefði ég meira gaman af dansi en fótbolta. Þetta var svo krotað í árbókina. Ég er svo lánsamur að vera nokkuð félagslega sterkur og lét þetta ekki á mig fá, en hvað um þá sem eru ekki jafn lánsamir? #karlmennskan— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) March 17, 2018 Ég dýrkaði Spice Girls þegar ég var svona sex til sjö ára.... Átti mixtape með þremur eða fjórum uppáhalds lögunum þeirra. Faldi það samt fyrir öðrum því að strákar hlusta ekki á svona tónlist. #karlmennskan— Sigurþór Einarsson (@Sigurthore) March 14, 2018 Hvaða liði heldur þú með í enska? Krafan um að fíla enskan knattspyrnu. #karlmennskan— Njörður Sigurðsson (@Njordur) March 17, 2018 Konan mín er ökumaður bílsins þegar við erum tvö. Ég hef opinberlega sagt að það sé vegna þess að hún sé hrædd í bíl þegar einhver annar er við stýrið en í raun er það vegna þess að hún er svo miklu betri ökumaður en ég. Hún bakkar í stæði eins og boss. #karlmennskan— JKKristinsson (@eyeslander) March 13, 2018 Ég á nær eingöngu vinkonur. Þegar við hittumst erum 'við stelpurnar“ að hittast. Rekst reglulega á fólk sem skilur það alls ekki. Because #karlmennskan— Tumi Ferrer (@TumiFerrer) March 13, 2018 Í 6 ára bekk, bjó sonur minn til fallegt perluarmband handa mér. Ég fór með það í vinnuna daginn eftir þar sem voru 99% karlmenn. Ég var spurður hvort ég væri að breytast í konu #karlmennskan— Valtýr Örn (@valtyrorn) March 14, 2018 Þegar ég var átta ára kunni ég textann við hvert einasta lag á Spice með Spice Girls(sem er meistaraverk). Þetta gat ég náttúrulega ekki sagt sálu, enda Spice Girls ekki fyrir stráka. Kem því hér með stoltur úr kryddskúffunni og syng Wannabe hástöfum! #karlmennskan— Hervald Rúnar (@hervald1) March 16, 2018
Innlent Tengdar fréttir Berjast gegn „eitraðri karlmennsku“ með reynslusögum Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta "eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir. 13. mars 2018 20:30 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Berjast gegn „eitraðri karlmennsku“ með reynslusögum Samfélagsmiðlabylting undir myllumerkinu #karlmennskan hefur vakið mikla athygli á vefnum í dag. Að baki átakinu standa karlmenn sem vilja uppræta "eitraða karlmennsku“ og varpa ljósi á skaðlegar staðalímyndir. 13. mars 2018 20:30