Fimm barna móðir komin í skjól í Súðavík: „Nú sé ég fólk hlæja“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 19:30 Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Fimm flóttafjölskyldur fengu hæli á Vestfjörðum nú í byrjun mars. Þar á meðal Al-Saedi fjölskyldan sem hefur komið sér fyrir í notalegu einbýlishúsi í Súðavík. Fjölskyldan samanstendur af móðurinni Hanaa og fimm börnum hennar á aldrinum þriggja til fimmtán ára. Þegar Hanaa kom inn í nýja húsið fyrsta daginn spurði hún hvort hún mætti velja herbergi fyrir sig og börnin. Hún áttaði sig ekki á því að þau fengju allt húsið til umráða. Fjölskyldan er enn að átta sig á aðstæðum, fara í íslenskukennslu og kynnast litla samfélaginu sem þau eru nú orðin hluti af. Þau höfðu aldrei séð snjó og segja hann dásamlegan, þeim sé ekkert kalt enda sé hlýtt inni og að náttúrufegurðin sé einstök. „Við héldum að við yrðum óvelkomin hérna, af því að við komum frá svo ólíku landi, öðruvísi menningu en er hér á landi. En hið andstæða gerðist. Það var þvert á móti tekið svo vel á móti okkur. Í rauninni líður okkur eins og við séum í okkar eigin landi," segir Hanaa og viðurkennir að hún hafi óttast félagslega einangrun en það hafi sannarlega verið óþarfa áhyggjur. Líf hennar hafi nú þegar gjörbreyst, Súðvíkingar séu ljúfir og hlýir, gestir komi við á hverjum degi og ókunnugt fólk bjóði aðstoð og vináttu. Það er af sem áður var en hún og börnin bjuggu við hræðilegar aðstæður í Írak.Botnlaust þakklæti „Það er alls ekki hægt að bera saman fortíð og nútíð. Ef ég hugsa eða tala um fortíðina líður mér illa og ég verð sorgmædd. Ég vil ekki vera leið lengur, svo kom ég hingað og sá fólk hlæja. Þannig að nú reyni ég að gleyma því sem ég hef lent í. Þegar ég sé fólkið brosa þá langar mig að brosa með því,“ segir Hanaa. Hún er með diplómu í sjúkraþjálfun og langar að ljúka námi. Hún sér fyrir sér að vera útivinnandi móðir enda mun yngsta barnið, sjarmörinn hann Mustafa, nú loksins fá viðeigandi aðstoð sjúkra- og þroskaþjálfara en hann er með Downs syndrom. Hanaa vill koma þakklæti sínu á framfæri til Íslendinga, fyrir að bjarga sér og börnunum, fyrir alla hjálpina og vináttuna. Þegar hún talaði fóru tárin að renna niður kinnarnar á börnum hennar og þau tóku undir hvert orð móður sinnar. Þau sögðu okkur líka að þau hlökkuðu til að fara að æfa fótbolta og sund - og kynnast jafnöldrum sínum.Nemendum í Súðavíkurskóla fjölgar um 20% Börnin munu byrja í skólanum í Súðavík strax eftir páska. Í Grunnskólanum eru nú 23 börn og því munar aldeilis um fjóra nýja nemendur. Sama má segja um leikskólann en þangað fer yngsti strákurinn með viðeigandi aðstoð. Skólastjórinn, Anna Lind Ragnarsdóttir, segir að nemendum muni fjölga um nær tuttugu prósent. „Þetta er bara yndislegt. Ég lít á þetta sem frábært tækifæri. Bara yndislegt," segir hún. Þetta er í fyrsta skipti sem Súðavík tekur á móti flóttamönnum og Anna Lind segir bæjarbúa taka fjölskyldunni opnum örmum, að allir séu tilbúnir að hjálpa til. „Það er verið að fara á Ísafjörð með þeim ef það þarf að versla, mamman er með okkur í leikfimi þrisvar í viku og það er verið að fara í göngutúra. Svo eru krakkarnir duglegir að bjóða þeim með sér að leika. Þannig að það er allt í gangi," segir Anna Lind.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira