Tiger Woods með mestu yfirburðina í íþróttaheiminum á síðustu tuttugu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 12:30 Tiger Woods. Vísir/Getty ESPN The Magazine heldur upp á tuttugu ára útgáfuafmæli sitt þessa dagana og blaðmann hafa við það tilefni reiknað út hvaða íþróttamaður í heiminum hefur sýnt mestu yfirburðina í íþrótt sinni á þessum tíma. Blaðmenn ESPN The Magazine notuðu tölfræði til að rökstyðja val sitt og fundu út svokallaða yfirburðar-einkunn eða „Dominance rating“ eins og þeir kalla þennan stuðul sinn. Sá sem kom bestur út úr þessum útreikningi og tryggði sér titilinn mesti yfirburðar íþróttamaður heims síðustu tuttugu ár er kylfingurinn Tiger Woods. Tiger Woods var vissulega magnaður á árunum 1999 til 2009 þegar hann vann 5,8 PGA-mót á meðaltali á ári og tryggði sér sigur á þrettán risamótum en sá næstbesti vann þrjú risamót á sama tíma. Yfirburðir hans á þessum tíma voru jafn magnaðir og það var erfitt að horfa upp á allskyns erfiðleika hans síðari áratuginn. Tiger Woods hafði betur í baráttunni við NBA-körfuboltamanninn LeBron James, ameríska fótboltamanninn Peyton Manning, NASCAR-ökumanninn Jimmie Johnson og tenniskappann Roger Federer en þeir eru í næstu sætum.It's ESPN the Magazine's 20th anniversary, and to celebrate, we're ranking the most dominant athletes of the past 20 years. Who's No. 1? He's on our cover. pic.twitter.com/rkfAEmsi5K — ESPN (@espn) March 18, 2018 Efsta konan á listanum er sænsku kylfingurinn Annika Sorenstam sem er í sjötta sæti á heildarlistanum. Ein önnur kona er inn á topp tíu og það er hin brasilíska Marta. Tenniskonan Serena Williams, besta tenniskona allra tíma er í tólfta sæti, einu sæti á undan áströslku körfuboltakonunni Lauren Jackson. Marta er bestu fótboltaleikmaðurinn á þessum tuttugu árum því hún er sett ofar en bæði argenínski knattspynumaðurinn Lionel Messi (11. sæti) og portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo (14. sæti). Það vekur þó sérstaklega athygli að jamaíski spretthlauparinn Usain Bolt nær aðeins tíunda sæti á listanum þrátt fyrir að vinna átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaratitla á tíu ára kafla. Það má lesa mjög flotta og vel útlistaða samantekt ESPN á listanum með því að smella hér en topp tuttugu listinn er síðan hér fyrir neðan.Mestu yfirburðir íþróttafólks í heiminum síðustu tuttugu árin: 1. Tiger Woods, golf 2. LeBron James, körfubolti 3. Peyton Manning, amerískur fótbolti 4. Jimmie Johnson, kappakstursökumaður 5. Roger Federer, tennis 6. Annika Sorenstam, golf 7. Michael Schumacher, formúla eitt 8. Floyd Mayweather, box 9. Marta, fótbolti 10. Usain Bolt, frjálsar íþróttir 11. Lionel Messi, fótbolti 12. Serena Williams, tennis 13. Lauren Jackson, körfubolti 14. Cristiano Ronaldo, fótbolti 15. Novak Djokovic, tennis 16. Allyson Felix, frjálsar íþróttir 17. Barry Bonds, hafnarbolti 18. Mike Trout, hafnarbolti 19. Manny Pacquiao, box 20. Tom Brady, amerískur fótboltii Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira
ESPN The Magazine heldur upp á tuttugu ára útgáfuafmæli sitt þessa dagana og blaðmann hafa við það tilefni reiknað út hvaða íþróttamaður í heiminum hefur sýnt mestu yfirburðina í íþrótt sinni á þessum tíma. Blaðmenn ESPN The Magazine notuðu tölfræði til að rökstyðja val sitt og fundu út svokallaða yfirburðar-einkunn eða „Dominance rating“ eins og þeir kalla þennan stuðul sinn. Sá sem kom bestur út úr þessum útreikningi og tryggði sér titilinn mesti yfirburðar íþróttamaður heims síðustu tuttugu ár er kylfingurinn Tiger Woods. Tiger Woods var vissulega magnaður á árunum 1999 til 2009 þegar hann vann 5,8 PGA-mót á meðaltali á ári og tryggði sér sigur á þrettán risamótum en sá næstbesti vann þrjú risamót á sama tíma. Yfirburðir hans á þessum tíma voru jafn magnaðir og það var erfitt að horfa upp á allskyns erfiðleika hans síðari áratuginn. Tiger Woods hafði betur í baráttunni við NBA-körfuboltamanninn LeBron James, ameríska fótboltamanninn Peyton Manning, NASCAR-ökumanninn Jimmie Johnson og tenniskappann Roger Federer en þeir eru í næstu sætum.It's ESPN the Magazine's 20th anniversary, and to celebrate, we're ranking the most dominant athletes of the past 20 years. Who's No. 1? He's on our cover. pic.twitter.com/rkfAEmsi5K — ESPN (@espn) March 18, 2018 Efsta konan á listanum er sænsku kylfingurinn Annika Sorenstam sem er í sjötta sæti á heildarlistanum. Ein önnur kona er inn á topp tíu og það er hin brasilíska Marta. Tenniskonan Serena Williams, besta tenniskona allra tíma er í tólfta sæti, einu sæti á undan áströslku körfuboltakonunni Lauren Jackson. Marta er bestu fótboltaleikmaðurinn á þessum tuttugu árum því hún er sett ofar en bæði argenínski knattspynumaðurinn Lionel Messi (11. sæti) og portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo (14. sæti). Það vekur þó sérstaklega athygli að jamaíski spretthlauparinn Usain Bolt nær aðeins tíunda sæti á listanum þrátt fyrir að vinna átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaratitla á tíu ára kafla. Það má lesa mjög flotta og vel útlistaða samantekt ESPN á listanum með því að smella hér en topp tuttugu listinn er síðan hér fyrir neðan.Mestu yfirburðir íþróttafólks í heiminum síðustu tuttugu árin: 1. Tiger Woods, golf 2. LeBron James, körfubolti 3. Peyton Manning, amerískur fótbolti 4. Jimmie Johnson, kappakstursökumaður 5. Roger Federer, tennis 6. Annika Sorenstam, golf 7. Michael Schumacher, formúla eitt 8. Floyd Mayweather, box 9. Marta, fótbolti 10. Usain Bolt, frjálsar íþróttir 11. Lionel Messi, fótbolti 12. Serena Williams, tennis 13. Lauren Jackson, körfubolti 14. Cristiano Ronaldo, fótbolti 15. Novak Djokovic, tennis 16. Allyson Felix, frjálsar íþróttir 17. Barry Bonds, hafnarbolti 18. Mike Trout, hafnarbolti 19. Manny Pacquiao, box 20. Tom Brady, amerískur fótboltii
Íþróttir Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Sjá meira