Átjánda holan fór afar illa með okkar konu í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir er í 85. sæti eftir fyrsta daginn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu á LET Evrópumótaröðinni. Valdís lék fyrstu átján holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hún er tíu höggum á eftir efstu konu og fimm höggum frá topp þrjátíu. Valdís Þóra fékk fugl á fyrstu holu og alls þrjá fugla á hringnum en fimm skollar og aðallega martröð á átjándu holunni komu í veg fyrir gott skot. Valdís Þór lék átjándu holuna á sjö höggum eða þremur höggum yfir pari. Það var í raun níunda holan hennar á hringnum því hún fór út á tíundu. Valdís vann sig samt ágætlega út úr þeim vonbrigðum því hún vann tvö högg til baka á næstu fjórum holum. Tveir skollar á síðustu þremur holunum sáu hinsvegar til þess að hún fékk niður um 30 sæti í töflunni. Valdís Þóra þarf að spila mun betur á öðrum hringnum ætli hún sér að ná niðurskurðinum. NSW mótið er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári en öll mótin hafa farið fram í Ástralíu. Íslandsmeistarinn 2017 tók einnig þátt á LPGA móti í febrúar og er mótið því fimmta mótið í röð hjá Valdísi Þóru í þessari keppnistörn. Besta árangrinum náði hún um síðustu helgi þegar hún tók þriðja sætið á Ladies Classic Bonville mótinu. Valdís Þóra lék þá hringina fjóra á sjö höggum undir pari. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir í nótt. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er í 85. sæti eftir fyrsta daginn á opna Nýja Suður-Wales golfmótinu á LET Evrópumótaröðinni. Valdís lék fyrstu átján holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hún er tíu höggum á eftir efstu konu og fimm höggum frá topp þrjátíu. Valdís Þóra fékk fugl á fyrstu holu og alls þrjá fugla á hringnum en fimm skollar og aðallega martröð á átjándu holunni komu í veg fyrir gott skot. Valdís Þór lék átjándu holuna á sjö höggum eða þremur höggum yfir pari. Það var í raun níunda holan hennar á hringnum því hún fór út á tíundu. Valdís vann sig samt ágætlega út úr þeim vonbrigðum því hún vann tvö högg til baka á næstu fjórum holum. Tveir skollar á síðustu þremur holunum sáu hinsvegar til þess að hún fékk niður um 30 sæti í töflunni. Valdís Þóra þarf að spila mun betur á öðrum hringnum ætli hún sér að ná niðurskurðinum. NSW mótið er fjórða mótið í röð hjá Valdísi Þóru á LET Evrópumótaröðinni á þessu ári en öll mótin hafa farið fram í Ástralíu. Íslandsmeistarinn 2017 tók einnig þátt á LPGA móti í febrúar og er mótið því fimmta mótið í röð hjá Valdísi Þóru í þessari keppnistörn. Besta árangrinum náði hún um síðustu helgi þegar hún tók þriðja sætið á Ladies Classic Bonville mótinu. Valdís Þóra lék þá hringina fjóra á sjö höggum undir pari. Hún náði ekki alveg að fylgja því eftir í nótt.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti