Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Ritstjórn skrifar 1. mars 2018 20:00 Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár Mest lesið Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Snyrtivöruóðir Íslendingar elska að versla á netinu Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Harper Beckham hannar sína fyrstu flík aðeins 4 ára gömul Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Sænski prinsinn genginn út Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour Celine loksins mætt á Instagram Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour
Það er alltaf gaman að lyfta sér upp og sérstaklega þegar maður getur fært brot af tískuvikunni í París hingað heim. Það gerði H&M í samstarfi við Glamour í gær þegar boðið var í tískupartý í tilefni þess að Studio lína sænska fataframleiðandans var frumsýnd á tískuvikunni í París. Þetta er í fimmta sinn sem H&M gerir Studio línu sem hún frumsýnir á tískuvikunni í París en í ár var henni streymt í beinni á Instagram og vel valdar borgir fengu svo leyfi til að þjófstarta sölu línunnar, sem kom í almenna sölu í verslunum í dag. Eins og hér en gestir Glamour og H&M fengu í gærkvöldi að vera fyrstir allra til að berja línuna augum, máta og kaupa og fylgjast svo með sýningunni í beinni á Instagram. Alltaf gaman að geta verslað flíkur beint af tískupallinum. Línan sjálf er mínímalísk og innblásinn frá Japan en í París var búið að breyta listasafni í japanskt tehús. Fallegar flíkur, góðir gestir, fljótandi veigar frá Bakkus og Vífilfell og plötusnúðurinn Dóra Júlía spilaði taktfasta tóna. Síðast en ekki síst var hönnuðurinn Rakel Tómasdóttir á staðnum og teiknaði gesti og gangandi í flíkunum - sem vægast sagt sló í gegn eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Antonía Lár ljósmyndari myndaði stemminguna. Myndir: Antonía Lár
Mest lesið Átta flottustu dressin frá Yeezy Season 5 Glamour Snyrtivöruóðir Íslendingar elska að versla á netinu Glamour Kristen Stewart rakaði af sér hárið Glamour Harper Beckham hannar sína fyrstu flík aðeins 4 ára gömul Glamour Vorherferð Gucci er villt og lífleg Glamour Serena Williams situr fyrir í Sports Illustrated Glamour Sænski prinsinn genginn út Glamour Brotnaði niður á tískuvikunni í New York Glamour Celine loksins mætt á Instagram Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour