Innlent

Bóluefnaskortur á heilsugæslustöðvum

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir
Þórólfur Guðnason er sóttvarnarlæknir VÍSIR/SKJÁSKOT
Bera fór á skorti á bóluefninu Pentavac á heilsugæslustöðvum á Höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar og hefur það ekki verið fáanlegt síðustu daga.

Ungbörn eru meðal annars bólusett fyrir barnaveiki, kíghósta og stífkrama með efninu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að von sé á efninu til landsins í næstu viku.

Það komi af og til fyrir að ekki séu til bóluefni fyrir börn hér á landi en þetta sé í fyrsta skipti sem hann hafi heyrt af því að þetta tiltekna bóluefni sé ekki til.

Um geti verið að ræða að sending misfarist eða framleiðsluvandi komi upp. Þetta komi einnig fyrir annars staðar á Norðurlöndum.

Þórólfur segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tímabundnum skorti af bóluefninu en hins vegar sé mikilvægt að foreldrar muni eftir að koma með börnin í bólusetningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×