Lögðu niður botnfiskvinnslu með drjúga launahækkun í vasanum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. mars 2018 06:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda. Vísir/ANton „Maður veltir því fyrir sér hvort þessi mikla hækkun endurspegli kannski bónus fyrir að hafa leitað hagræðingar hér og leggja næstum niður fyrirtæki með 100 ára sögu í bæjarfélaginu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Á sama tíma og HB Grandi ákvað í fyrra að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni og segja upp nærri 90 manns höfðu mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins hækkað um 330 þúsund krónur milli ára. Þetta sést í nýjum ársreikningi HB Granda fyrir árið 2017. Framkvæmdastjórum fjölgaði einnig milli ára úr sjö í átta og hækkuðu mánaðarlaun þeirra að meðaltali um hundrað þúsund krónur. HB Grandi gerir upp í evrum og fékk forstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson 421 þúsund evrur í árslaun í fyrra, samanborið við 349 þúsund evrur árið 2016. Miðað við meðalgengi evru þessi ár voru árslaun forstjórans 50,6 milljónir króna í fyrra, eða rúmar 4,2 milljónir á mánuði samanborið við 46,5 milljónir 2016, eða 3,87 milljónir á mánuði. Vilhjálmur Birgisson háði harða baráttu í fyrra fyrir því að halda vinnslu HB Granda í bænum og störfum margra félagsmanna sinna. „Þegar maður horfir á svona krónutöluhækkun, sem er 50 þúsund krónum hærri en lágmarkslaun á Íslandi, verður maður hugsi þegar maður situr hjá forstjórum sem segja við mann að leggja þurfi niður starfsemi því verið sé að leita allra leiða til að ná fram meiri hagræðingu. Hagræðingu sem gengur út á að fólk með jafnvel 40 ára starfsreynslu þurfti að horfa upp á lífsviðurværi sitt hverfa úr bænum. Þetta er því eilítið sorglegt og vekur reiði hjá manni.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
„Maður veltir því fyrir sér hvort þessi mikla hækkun endurspegli kannski bónus fyrir að hafa leitað hagræðingar hér og leggja næstum niður fyrirtæki með 100 ára sögu í bæjarfélaginu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Á sama tíma og HB Grandi ákvað í fyrra að leggja niður botnfiskvinnslu á Akranesi í hagræðingarskyni og segja upp nærri 90 manns höfðu mánaðarlaun forstjóra fyrirtækisins hækkað um 330 þúsund krónur milli ára. Þetta sést í nýjum ársreikningi HB Granda fyrir árið 2017. Framkvæmdastjórum fjölgaði einnig milli ára úr sjö í átta og hækkuðu mánaðarlaun þeirra að meðaltali um hundrað þúsund krónur. HB Grandi gerir upp í evrum og fékk forstjórinn Vilhjálmur Vilhjálmsson 421 þúsund evrur í árslaun í fyrra, samanborið við 349 þúsund evrur árið 2016. Miðað við meðalgengi evru þessi ár voru árslaun forstjórans 50,6 milljónir króna í fyrra, eða rúmar 4,2 milljónir á mánuði samanborið við 46,5 milljónir 2016, eða 3,87 milljónir á mánuði. Vilhjálmur Birgisson háði harða baráttu í fyrra fyrir því að halda vinnslu HB Granda í bænum og störfum margra félagsmanna sinna. „Þegar maður horfir á svona krónutöluhækkun, sem er 50 þúsund krónum hærri en lágmarkslaun á Íslandi, verður maður hugsi þegar maður situr hjá forstjórum sem segja við mann að leggja þurfi niður starfsemi því verið sé að leita allra leiða til að ná fram meiri hagræðingu. Hagræðingu sem gengur út á að fólk með jafnvel 40 ára starfsreynslu þurfti að horfa upp á lífsviðurværi sitt hverfa úr bænum. Þetta er því eilítið sorglegt og vekur reiði hjá manni.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Botnsfiskvinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi. 11. maí 2017 15:32