Segir ríkisstjórnina ekki ráða við að koma á félagslegum stöðugleika Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2018 18:50 Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“ Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina annað hvort ekki ráða við eða ekki hafa áhuga á að efla félagslega stöðugleika í landinu. Landsfundur flokksins hófst á Natura hótelinu í dag. Logi var eðlilega nokkuð með hugann við sveitarstjórnarkosningarnar í vor og þakkaði sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum, meðal annars fyrir upprisu hans í síðustu þingkosningum. Reykjavík væri mikilvægasta vígi flokksins í komandi kosningum. „Ríkisstjórnin ræður ekki við, eða hefur ekki áhuga á, að efla félagslegan stöðugleika. Það að lang stærstu aðildarfélögin innan ASÍ, vilji segja upp kjarasamningum segir ákveðna sögu. Getuleysið til að fjármagna bætt kjör almennings er ömurlegt og ógnar félagslegum og efnahagslegum stöðugleika,“ sagði Logi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.Mynd/Berglaug GarðarsdóttirLogi kom inn á vopnaflutninga Atlanta, sem hann sagði eiga sér stað á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna væru langt undir eðlilegum mörkum. „Vopnaflutningur til stríðshrjáðra landa var heimilaður á sama tíma og framlög til þróunarmála og móttaka flóttamanna eru langt frá eðlilegum viðmiðum. Þingið hefur ekki bönd á sjálftöku þingmanna; birta upplýsingar illa, seint eða alls ekki. Skýrslum er leynt og stjórnsýslan stenst illa skoðun. Og loks situr dómsmálaráðherra brött, þrátt fyrir að fengið á sig hæstaréttardóm vegna skipan heils nýs dómstigs Þessi vinnubrögð og valdhroki verða ekki á okkar vakt. Þau eru hluti af gamaldags stjórnmálamenningu sem er löngu tímabært að kveðja,“ sagði Logi. Formaðurinn flytur eiginlega stefnuræðu sína eftir endurkjör hans í formannsembættið á morgun. En í dag þakkaði hann flokksmönnum öllum sem saman hefði tekist að reisa flokkinn við eftir mikinn kosningaósigur árið 2016. „Við erum mætt aftur til leiks, ætlum okkur góðan árangur í sveitarstjórnarkosningum í vor og verða aftur sá burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum sem almenningur þarfnast.“
Tengdar fréttir Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00 Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Bein útsending frá landsfundi Samfylkingarinnar Formaðurinn flytur setningarræðu og borgarstjóri kynnir áhersluatriði fyrir borgarstjórnarkosningarnar. 2. mars 2018 16:00
Logi kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Fullkomin samstaða var um Loga Má Einarsson á landsfundi Samfylkarinnar. 2. mars 2018 18:16