Gucci, Chanel, Christian Dior og Valentino eru oft mjög áberandi á rauða dreglinum. Stjarnan Margot Robbie væri líkleg til að klæðast Gucci á sunnudaginn, en hún er tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmyndinni I, Tonya.
Hins vegar værum við til í að sjá töffarann Zoe Kravitz í kjólnum frá Chanel, hún myndi að sjálfsögðu bera hann mjög vel eins og flest annað.
Hvort sem það er einhver þema, eða reglur um klæðnað eða litaval þá kemur það í ljós á rauða dreglinum. En það verður spennandi að sjá hvaða kjólar verða fyrir valinu, en hér fyrir neðan eru nokkrir sem væru fullkomnir fyrir tilefnið.






