Borðaði 20 kartöflur í einu 3. mars 2018 11:00 Grímu langar ekki að verða fræg. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Hin þrettán ára Gríma Valsdóttir sló rækilega í gegn í kvikmyndinni Svaninum og var nýlega tilnefnd til Edduverðlauna sem leikkona í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína. Gríma, hvernig leið þér í tökunum á Svaninum? Mér leið vel. Það tók um það bil einn mánuð að taka myndina upp. Það var svolítið erfitt en samt mjög skemmtilegt. Hvað fékkstu að borða? Við tókum upp nokkrar matarsenur og við fengum alvöru mat að borða. Ég þurfti til dæmis að borða kartöflu tuttugu sinnum í röð í einu atriðinu. Voru vinnudagarnir langir? Stundum. Suma dagana þurfti ég að vinna fram á kvöld en aðra daga bara til kannski fimm. Hafðir þú leikið áður? Áður en ég lék í Svaninum lék ég í nokkrum leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, til dæmis í Línu Langsokk og Óvitum. Ég hafði líka leikið í Sjónvarpinu, til dæmis í Jólaþætti í Stundinni okkar og í Prins Póló auglýsingu. Eru einhver leikverkefni fram undan? Ég lék síðast í Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu sem hætti nýlega í sýningu og um leið og það kemur nýtt tækifæri í leikhúsunum langar mig að fara í prufu. Hvernig er að verða orðin fræg? Mér líður ekki eins og ég sé fræg. Mig langar ekki til að vera fræg, ég held að það sé ekki gott. Hvaða námsgrein í skólanum finnst þér skemmtilegust? Ég er mikill dundari og þess vegna finnst mér gaman í smíði og svo er smíðakennarinn minn líka frábær. Hvaða tónlistarmaður/kona er í uppáhaldi? Rihanna og Beyoncé. Ég fór á tónleika með Beyoncé í London og það var mjög gaman. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að fara í leiklistarnám og verða leikkona. Birtist í Fréttablaðinu Eddan Krakkar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Hin þrettán ára Gríma Valsdóttir sló rækilega í gegn í kvikmyndinni Svaninum og var nýlega tilnefnd til Edduverðlauna sem leikkona í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína. Gríma, hvernig leið þér í tökunum á Svaninum? Mér leið vel. Það tók um það bil einn mánuð að taka myndina upp. Það var svolítið erfitt en samt mjög skemmtilegt. Hvað fékkstu að borða? Við tókum upp nokkrar matarsenur og við fengum alvöru mat að borða. Ég þurfti til dæmis að borða kartöflu tuttugu sinnum í röð í einu atriðinu. Voru vinnudagarnir langir? Stundum. Suma dagana þurfti ég að vinna fram á kvöld en aðra daga bara til kannski fimm. Hafðir þú leikið áður? Áður en ég lék í Svaninum lék ég í nokkrum leikritum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, til dæmis í Línu Langsokk og Óvitum. Ég hafði líka leikið í Sjónvarpinu, til dæmis í Jólaþætti í Stundinni okkar og í Prins Póló auglýsingu. Eru einhver leikverkefni fram undan? Ég lék síðast í Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu sem hætti nýlega í sýningu og um leið og það kemur nýtt tækifæri í leikhúsunum langar mig að fara í prufu. Hvernig er að verða orðin fræg? Mér líður ekki eins og ég sé fræg. Mig langar ekki til að vera fræg, ég held að það sé ekki gott. Hvaða námsgrein í skólanum finnst þér skemmtilegust? Ég er mikill dundari og þess vegna finnst mér gaman í smíði og svo er smíðakennarinn minn líka frábær. Hvaða tónlistarmaður/kona er í uppáhaldi? Rihanna og Beyoncé. Ég fór á tónleika með Beyoncé í London og það var mjög gaman. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að fara í leiklistarnám og verða leikkona.
Birtist í Fréttablaðinu Eddan Krakkar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira