Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2018 18:45 Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannafundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. „Ég held að þessi niðurstaða á miðvikudaginn sé ekki syndaaflausn fyrir þessa aðila, þeir eru enn þá á gulu ljósi, gula spjaldið er enn þá uppi og ef það verður ekki einhver breyting á þessu hátterni og ef stjórnvöld axla ekki sína ábyrgð á þessu þá ætla ég ekki að standa fyrir því að það mun þá koma í næstu lotu til talsverðrar hörku.” Gylfi Arnbjörnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Halldór Benjamín segir að ekki eigi að velja hörku og offors þegar friður er í boði. Eins og títt hefur verið rætt undanfarna daga skall hurð nærri hælum á miðvikudaginn þegar formannafundurinn samþykkti naumlega að segja ekki upp gildandi kjarasamningum við SA og munu kjarasamningar því gilda til ársloka. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Gylfi segir að sú óánægja og gremja sem ríkir núna beinist að mörgu leyti að stjórnvöldum. Hann segir að óánægjan felist að miklu leyti í því að fólk í landinu upplifi mjög aukna misskiptingu og að svokallaðar „ofurlaunagreiðslur“ hleypi illu blóði í fólk. Þá segir hann að ekki sé nægur vilji hjá stjórnvöldum til að stíga fastar inn. Halldór Benjamín Þorbergsson segir að það sé erfitt að standa í deilum við ASÍ þegar reiðin beinist ekki að atvinnurekendum nema að mjög litlu leyti. „Frá mínum bæjardyrum séð er grunnurinn og tilgangurinn með þessu bixi okkar öllu saman er sá að bæta lífskjör fólksins í landinu og það hefur tekist á miklu skilvirkari máta heldur en nokkur hefði getað séð fyrir fyrir þremur árum,“ segir Halldór. Hann segir að hann sé þeirrar skoðunar að verkefnið fram undan sé fyrst og fremst að verja þá góðu stöðu sem náðst hefur. „Stundum er besta leiðin að fara rólega fram og reyna að verja það sem þegar hefur áunnist, ég held að það sé eina skynsamlega leiðin á næstunni,” segir Halldór.Málið hefði farið fyrir Félagsdóm Halldór útilokar það ekki að málið hefði farið Félagsdóm ef staðan hefði verið á hinn veginn, það er ef 28 formenn hefðu viljað segja upp samningum og 21 hefði viljað halda þeim.Hefðuð þið þá látið reyna á það fyrir Félagsdómi hvort þeir hefðu leyfi til þess að segja samningnum upp einhliða?„Við töluðum mjög skýrt í aðdraganda þessa og ég ætla ekki að útiloka að það hefði verið raunin. Ég held að það hefði verið misráðin niðurstaða því þá hefði þessi hækkun lágmarkslauna úr 280 í 300 þúsund, sem var ein aðal krafan í síðustu kjarasamningum þá hefði hún fallið niður og að sama skapi þessi þrjú prósent launahækkun sem launþegar mega vænta núna 1. maí hefði einnig fallið niður. Ég les landið þannig að það hefur verið ríkur vilji hjá launþegum að ná fram þessum hækkunum. Við megum ekki gleyma því að verkalýðshreyfingin heilt yfir hefði þá núna í mars þurft að fara að setja saman kröfugerð og undirbúa viðræður við SA og ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hópar hringinn í kringum landið hefðu einfaldlega ekki verið tilbúnir í þá vinnu,” segir Halldór og bætir við að mikilvægara sé að nýta næstu mánuði til að undirbúa kjaraviðræður. Gylfi er sammála Halldóri um að málið hefði líklega farið fyrir Félagsdóm. „Við gerðum alveg ráð fyrir því að það gæti komið til þess að þetta mál færi fyrir Félagsdóm og það yrði bara svo að vera því það er eina lausnin á svona, að leita til þess dómstóls sem vinnumarkaðurinn hefur og leita þá álita á því hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér,” segir Gylfi. Þá sagði hann að hann hafi gert sínu baklandi grein fyrir því að það kynni að koma til þess. „Þegar það er þannig að okkar félagsmenn geta ekki byggt upp eðlilegt líf á þeim kjörum sem þeim er skammtað í lægstu launum, þá verður að halda áfram að vinna með það viðfangsefni. Nú kann það vel að vera að lausn á því vandamáli verði kannski meira að sækja á stjórnvöld.” Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannafundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. „Ég held að þessi niðurstaða á miðvikudaginn sé ekki syndaaflausn fyrir þessa aðila, þeir eru enn þá á gulu ljósi, gula spjaldið er enn þá uppi og ef það verður ekki einhver breyting á þessu hátterni og ef stjórnvöld axla ekki sína ábyrgð á þessu þá ætla ég ekki að standa fyrir því að það mun þá koma í næstu lotu til talsverðrar hörku.” Gylfi Arnbjörnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Halldór Benjamín segir að ekki eigi að velja hörku og offors þegar friður er í boði. Eins og títt hefur verið rætt undanfarna daga skall hurð nærri hælum á miðvikudaginn þegar formannafundurinn samþykkti naumlega að segja ekki upp gildandi kjarasamningum við SA og munu kjarasamningar því gilda til ársloka. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Gylfi segir að sú óánægja og gremja sem ríkir núna beinist að mörgu leyti að stjórnvöldum. Hann segir að óánægjan felist að miklu leyti í því að fólk í landinu upplifi mjög aukna misskiptingu og að svokallaðar „ofurlaunagreiðslur“ hleypi illu blóði í fólk. Þá segir hann að ekki sé nægur vilji hjá stjórnvöldum til að stíga fastar inn. Halldór Benjamín Þorbergsson segir að það sé erfitt að standa í deilum við ASÍ þegar reiðin beinist ekki að atvinnurekendum nema að mjög litlu leyti. „Frá mínum bæjardyrum séð er grunnurinn og tilgangurinn með þessu bixi okkar öllu saman er sá að bæta lífskjör fólksins í landinu og það hefur tekist á miklu skilvirkari máta heldur en nokkur hefði getað séð fyrir fyrir þremur árum,“ segir Halldór. Hann segir að hann sé þeirrar skoðunar að verkefnið fram undan sé fyrst og fremst að verja þá góðu stöðu sem náðst hefur. „Stundum er besta leiðin að fara rólega fram og reyna að verja það sem þegar hefur áunnist, ég held að það sé eina skynsamlega leiðin á næstunni,” segir Halldór.Málið hefði farið fyrir Félagsdóm Halldór útilokar það ekki að málið hefði farið Félagsdóm ef staðan hefði verið á hinn veginn, það er ef 28 formenn hefðu viljað segja upp samningum og 21 hefði viljað halda þeim.Hefðuð þið þá látið reyna á það fyrir Félagsdómi hvort þeir hefðu leyfi til þess að segja samningnum upp einhliða?„Við töluðum mjög skýrt í aðdraganda þessa og ég ætla ekki að útiloka að það hefði verið raunin. Ég held að það hefði verið misráðin niðurstaða því þá hefði þessi hækkun lágmarkslauna úr 280 í 300 þúsund, sem var ein aðal krafan í síðustu kjarasamningum þá hefði hún fallið niður og að sama skapi þessi þrjú prósent launahækkun sem launþegar mega vænta núna 1. maí hefði einnig fallið niður. Ég les landið þannig að það hefur verið ríkur vilji hjá launþegum að ná fram þessum hækkunum. Við megum ekki gleyma því að verkalýðshreyfingin heilt yfir hefði þá núna í mars þurft að fara að setja saman kröfugerð og undirbúa viðræður við SA og ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hópar hringinn í kringum landið hefðu einfaldlega ekki verið tilbúnir í þá vinnu,” segir Halldór og bætir við að mikilvægara sé að nýta næstu mánuði til að undirbúa kjaraviðræður. Gylfi er sammála Halldóri um að málið hefði líklega farið fyrir Félagsdóm. „Við gerðum alveg ráð fyrir því að það gæti komið til þess að þetta mál færi fyrir Félagsdóm og það yrði bara svo að vera því það er eina lausnin á svona, að leita til þess dómstóls sem vinnumarkaðurinn hefur og leita þá álita á því hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér,” segir Gylfi. Þá sagði hann að hann hafi gert sínu baklandi grein fyrir því að það kynni að koma til þess. „Þegar það er þannig að okkar félagsmenn geta ekki byggt upp eðlilegt líf á þeim kjörum sem þeim er skammtað í lægstu launum, þá verður að halda áfram að vinna með það viðfangsefni. Nú kann það vel að vera að lausn á því vandamáli verði kannski meira að sækja á stjórnvöld.”
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00
SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00