Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2018 10:50 Dagur Sigurðsson og Ari Ólafsson háðu einvígi í gærkvöldi. RÚV Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. Skiptar skoðanir eru um úrslit kvöldsins meðal landsmanna en margir virðast hafa búist við sigri Dags, sem vann fyrri umferðina með miklum yfirburðum. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.Sjá einnig: Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Vísir fylgdist með umræðum á Twitter í gærkvöldi sem fóru fram undir myllumerkinu #12stig. Netverjar furðuðu sig margir á úrslitunum er þau voru gerð kunn en aðrir tóku sigurvegaranum Ara Ólafssyni fagnandi. Pétur Örn Gíslason sagðist óánægður með úrslitin en gagnrýndi harðlega þá sem vildu að Ari hætti að gráta. Tárvot viðbrögð Ara að loknum fyrri flutningi hans á laginu Our Choice vöktu mikla athygli í gærkvöldi.Ég er alls ekki sáttur með úrslit kvöldsins, en hinsvegar er ég heldur ekki sáttur að fólk sé að segja Ara að hætta að grenja. Þetta er ástæðan fyrir því að við karlmenn kálum okkur, við þorum ekkert að tjá tilfinningar okkar. Grenjaðu að vild ungi maður! #12stig— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) March 3, 2018 Þá tók Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar og maðurinn á bak við Angel, Eurovision-framlag Íslendinga árið 2001, undir með Pétri.Það eru BARA alvöru karlmenn sem hafa sjálfstraust til gráta í beinni útsendingu. Ekki vera h8hgters. #12stig #ruv #Eurovision— Einar Bardar (@Einarbardar) March 3, 2018 Eva Brá taldi það mistök að birta úrslitin úr fyrri umferð keppninnar.Voru mistök að sýna hversu mörg atkvæði hvert lag fèkk í fyrri kosningunni, allir alltof vissir um að Dagur myndi rústa þessu. #12stig— Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) March 3, 2018 Reynir Þór Eggertsson, Eurovision-sérfræðingur, lýsti því yfir að hann væri ánægður með sigur Ara.Vel valið kæra þjóð! #12stig— Reynir Eurovision (@euroreynir) March 3, 2018 María Einarsdóttir bauð Dag velkominn í hóp með öðrum keppendum sem lent hafa í öðru sæti undanfarin ár. Eins og frægt er virðist sú niðurstafa hleypa lífi í feril þeirra tónlistarmanna.Dagur. Velkomin í hópinn með Friðrik Dór og Daða. #12stig— María Einarsdóttir (@majae) March 3, 2018 Þá sagðist Felix Bergson, sem hefur fylgt Eurovision-hóp Íslands til aðalkeppninnar síðustu ár, hlakka til að kynna Ara Ólafsson fyrir heimsbyggðinni.Fleiri tíst um úrslit Söngvakeppninnar má lesa hér að neðan undir myllumerkinu #12stig en ljóst er að úrslitin eru mikið deilumál, eins og svo oft áður. #12stig Tweets Eurovision Tengdar fréttir Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. Skiptar skoðanir eru um úrslit kvöldsins meðal landsmanna en margir virðast hafa búist við sigri Dags, sem vann fyrri umferðina með miklum yfirburðum. Dagur fékk 20.183 stig frá dómurum keppninnar, sem voru sjö talsins, og Ari 17.453 atkvæði. Frá áhorfendum fékk Dagur 24.547 atkvæði í fyrri umferðinni en Ari 18.408 atkvæði. Enn er ekki vitað hvernig atkvæðin skiptust í einvíginu.Sjá einnig: Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Vísir fylgdist með umræðum á Twitter í gærkvöldi sem fóru fram undir myllumerkinu #12stig. Netverjar furðuðu sig margir á úrslitunum er þau voru gerð kunn en aðrir tóku sigurvegaranum Ara Ólafssyni fagnandi. Pétur Örn Gíslason sagðist óánægður með úrslitin en gagnrýndi harðlega þá sem vildu að Ari hætti að gráta. Tárvot viðbrögð Ara að loknum fyrri flutningi hans á laginu Our Choice vöktu mikla athygli í gærkvöldi.Ég er alls ekki sáttur með úrslit kvöldsins, en hinsvegar er ég heldur ekki sáttur að fólk sé að segja Ara að hætta að grenja. Þetta er ástæðan fyrir því að við karlmenn kálum okkur, við þorum ekkert að tjá tilfinningar okkar. Grenjaðu að vild ungi maður! #12stig— Pétur Örn Gíslason (@peturgisla) March 3, 2018 Þá tók Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar og maðurinn á bak við Angel, Eurovision-framlag Íslendinga árið 2001, undir með Pétri.Það eru BARA alvöru karlmenn sem hafa sjálfstraust til gráta í beinni útsendingu. Ekki vera h8hgters. #12stig #ruv #Eurovision— Einar Bardar (@Einarbardar) March 3, 2018 Eva Brá taldi það mistök að birta úrslitin úr fyrri umferð keppninnar.Voru mistök að sýna hversu mörg atkvæði hvert lag fèkk í fyrri kosningunni, allir alltof vissir um að Dagur myndi rústa þessu. #12stig— Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) March 3, 2018 Reynir Þór Eggertsson, Eurovision-sérfræðingur, lýsti því yfir að hann væri ánægður með sigur Ara.Vel valið kæra þjóð! #12stig— Reynir Eurovision (@euroreynir) March 3, 2018 María Einarsdóttir bauð Dag velkominn í hóp með öðrum keppendum sem lent hafa í öðru sæti undanfarin ár. Eins og frægt er virðist sú niðurstafa hleypa lífi í feril þeirra tónlistarmanna.Dagur. Velkomin í hópinn með Friðrik Dór og Daða. #12stig— María Einarsdóttir (@majae) March 3, 2018 Þá sagðist Felix Bergson, sem hefur fylgt Eurovision-hóp Íslands til aðalkeppninnar síðustu ár, hlakka til að kynna Ara Ólafsson fyrir heimsbyggðinni.Fleiri tíst um úrslit Söngvakeppninnar má lesa hér að neðan undir myllumerkinu #12stig en ljóst er að úrslitin eru mikið deilumál, eins og svo oft áður. #12stig Tweets
Eurovision Tengdar fréttir Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Fleiri fréttir Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Sjá meira
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45
Bestu tístin á #12stig: Misjöfn viðbrögð við tárvotu viðtali Ara Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram í Laugardalshöll í kvöld en líkt og fyrri ár hafa áhorfendur farið á kostum á Twitter undir myllumerkinu #12stig. 3. mars 2018 20:42