„Nokkrir strákar stunduðu það að elta mig heim og berja mig“ Magnús Hlynur Hreiðarsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 4. mars 2018 17:29 Salka Sól gerir töluvert af því að heimsækja grunnskóla og framhaldsskóla landsins til að tala um einelti. Vísir/Ernir Söngkonan Salka Sól lenti í alvarlegu einelti, fyrst níu ára gömul og alveg þar til hún hætti í grunnskóla þrettán ára gömul. Hún lýsti eineltinu á Kátum dögum nemenda Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi í vikunni en hún gerir töluvert af því að heimsækja grunnskóla og framhaldsskóla landsins til að tala um einelti. „Það byrjaði sem andlegt og byrjaði bara sem lítill kjarni en svo bættist alltaf í kjarnann. Svo urðu það eldri strákar líka, eldri bekkir. Þegar ég var tólf ára var fyrst kveikt í skólatöskunni minni og svo ráðist á mig. Þá voru þetta nokkrir strákar sem stunduðu það að elta mig heim úr skólanum og berja mig,“ sagði Salka Sól á Kátum dögum. Salka Sól segir að sitt einelti hafi bæði verið andlegt og líkamlegt sem tók mörg ár að vinna úr. „Í stað þess að rifja alltaf endalaust upp hvernig, hvað gerðist og hvað var, þá vil ég frekar einblína á hvernig við lærum að vera heild, hvernig við umberum einstaklinga og hvernig við vinnum úr því, úr áföllum og hvernig er hægt að komast upp úr því. Mér finnst ég vera lifandi dæmi um það að það sé hægt að komast upp úr því af því að mér líður vel í dag og er á góðum stað.“ Hún segst vera búin að fyrirgefa eineltið og vinna vel úr sínum málum með hjálp fjölskyldu, vina og fagaðila. „Þetta er bara samfélagsmein sem er alltaf til staðar, bæði á grunnskólum og á vinnustöðum, en ég vona að umræðan geti hjálpað til við að útrýma því og það þurfa allir að horfa inn á við,“ segir söngkonan Salka Sól. Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Sjá meira
Söngkonan Salka Sól lenti í alvarlegu einelti, fyrst níu ára gömul og alveg þar til hún hætti í grunnskóla þrettán ára gömul. Hún lýsti eineltinu á Kátum dögum nemenda Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi í vikunni en hún gerir töluvert af því að heimsækja grunnskóla og framhaldsskóla landsins til að tala um einelti. „Það byrjaði sem andlegt og byrjaði bara sem lítill kjarni en svo bættist alltaf í kjarnann. Svo urðu það eldri strákar líka, eldri bekkir. Þegar ég var tólf ára var fyrst kveikt í skólatöskunni minni og svo ráðist á mig. Þá voru þetta nokkrir strákar sem stunduðu það að elta mig heim úr skólanum og berja mig,“ sagði Salka Sól á Kátum dögum. Salka Sól segir að sitt einelti hafi bæði verið andlegt og líkamlegt sem tók mörg ár að vinna úr. „Í stað þess að rifja alltaf endalaust upp hvernig, hvað gerðist og hvað var, þá vil ég frekar einblína á hvernig við lærum að vera heild, hvernig við umberum einstaklinga og hvernig við vinnum úr því, úr áföllum og hvernig er hægt að komast upp úr því. Mér finnst ég vera lifandi dæmi um það að það sé hægt að komast upp úr því af því að mér líður vel í dag og er á góðum stað.“ Hún segst vera búin að fyrirgefa eineltið og vinna vel úr sínum málum með hjálp fjölskyldu, vina og fagaðila. „Þetta er bara samfélagsmein sem er alltaf til staðar, bæði á grunnskólum og á vinnustöðum, en ég vona að umræðan geti hjálpað til við að útrýma því og það þurfa allir að horfa inn á við,“ segir söngkonan Salka Sól.
Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Sjá meira