Ferðir Pawels vöktu athygli á Beauty tips: „Reykvískar mæður geta verið óhræddar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 20:35 Pawel sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Skjáskot/Snapchat Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Sjá meira
Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29