Streita og álag hrekur konur af vinnumarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. mars 2018 08:00 Ein skýringin á því að konum í veikindaleyfi fjölgar er sú að álagið á kvennastéttir, svo sem sjúkraliða eða hjúkrunarfræðinga, sé allt of mikið. VÍSIR/VILHELM „Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira
„Fjöldinn fór minnkandi í aðdraganda hrunsins og svo jókst hann í kjölfar hrunsins. Án frekari greiningar hjá okkur er erfitt að draga einhverjar ályktanir en það vakna spurningar um hvort niðurskurður bæði hjá fyrirtækjum og hinu opinbera hafi ekki valdið meira álagi hjá kvennastéttum en karlastéttum og valdi þar af leiðandi meiri streitu og auknum veikindum hjá konum,“ segir Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá ASÍ. Fjöldi kvenna, sem eru utan vinnumarkaðar vegna veikinda eða annarra ástæðna sem gera þær ófærar til vinnu, hefur fjórfaldast frá því á þriðja ársfjórðungi ársins 2010. Þá voru 900 konur tímabundið utan vinnumarkaðar, en á þriðja ársfjórðungi 2017 voru þær 3.800. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ um vinnumarkaðinn. Þar kemur líka fram að frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 fjölgaði konum, sem eru veikar eða tímabundið ófærar til vinnu, úr 2.100 í 3.800 og körlum fjölgaði úr 1.300 í 2.200.Ellen CalmonÍ skýrslunni kemur fram að konur eru 66 prósent þeirra sem sótt hafa þjónustu VIRK en karlar eru 34 prósent. Hlutverk VIRK er að aðstoða fólk sem dottið hefur út af vinnumarkaði í kjölfar veikinda, slysa eða annarra áfalla við að endurheimta getu og hæfni til þátttöku á vinnumarkaði. Umfang starfseminnar hefur aukist mikið á síðustu árum og í fyrra bættust 1.854 einstaklingar á skrá hjá VIRK. Ellen Calmon, fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, er líka með ákveðnar kenningar, sem hún tekur þó fram að séu ekki allar vísindalega sannaðar. „Lægstu laun á vinnumarkaði eru allt of lág og konur í láglaunastörfum og þá sérstaklega í umönnunarstörfum, svo sem sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum, eru með allt of lág laun og það gerir það að verkum að það eru fáir bara í 100 prósent störfum. Fólk er að stunda tvö til þrjú launuð störf til að hafa ofan í sig og á. Það þarf að hækka lægstu laun og húsnæðisverð er allt of hátt. Þetta gerir það að verkum að fólk með lægstu launin og þá sérstaklega konur eru einfaldlega að vinna frá sér heilsuna,“ segir Ellen. Hún bendir á að flestir þeir sem detta út af vinnumarkaði séu með einhvers konar geðraskanir og svo stoðkerfissjúkdóma.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Sjá meira