Tískupallurinn þakinn laufblöðum Ritstjórn skrifar 6. mars 2018 15:00 Það bíða margir spenntir eftir sýningum Chanel á tískuvikunni, og er það sýningin sem oftast lokar þessum tískumánuði sem nú er á enda. Chanel eiga nú einnig til að setja upp allsherjar leiksýningu og var engin undantekning gerð á því núna. Tískupalli Chanel var breytt í haustið, þakið laufblöðum í haustlitunum og háum trjám. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi tískuhússins til margra ára, kann svo sannarlega að koma áhorfendum í rétt skap, en þetta var einmitt haust - og vetrarlínan árið 2018. Bronslituð stígvél voru áberandi, og hefur Karl sagt skilið við plastið sem hefur verið svo áberandi hjá honum upp á síðkastið. Köflótta tweed efnið sem einkennt hefur tískuhúsið var til staðar, bæði í svörtum lit og einnig í brúnu haustlitunum. Blómamynstur var einnig haft á kjólum og jökkum, og haft í fallegum litum eins og bláum, bleikum og appelsínugulum. Karl Lagerfeld kemur kannski ekki rosalega oft á óvart með Chanel-línum sínum, en hann þekkir sína viðskiptavini, og í þessari línu eru fullt af eigulegum flíkum. Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Regnhlífin er sú mikilvægasta í New York Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour
Það bíða margir spenntir eftir sýningum Chanel á tískuvikunni, og er það sýningin sem oftast lokar þessum tískumánuði sem nú er á enda. Chanel eiga nú einnig til að setja upp allsherjar leiksýningu og var engin undantekning gerð á því núna. Tískupalli Chanel var breytt í haustið, þakið laufblöðum í haustlitunum og háum trjám. Karl Lagerfeld, listrænn stjórnandi tískuhússins til margra ára, kann svo sannarlega að koma áhorfendum í rétt skap, en þetta var einmitt haust - og vetrarlínan árið 2018. Bronslituð stígvél voru áberandi, og hefur Karl sagt skilið við plastið sem hefur verið svo áberandi hjá honum upp á síðkastið. Köflótta tweed efnið sem einkennt hefur tískuhúsið var til staðar, bæði í svörtum lit og einnig í brúnu haustlitunum. Blómamynstur var einnig haft á kjólum og jökkum, og haft í fallegum litum eins og bláum, bleikum og appelsínugulum. Karl Lagerfeld kemur kannski ekki rosalega oft á óvart með Chanel-línum sínum, en hann þekkir sína viðskiptavini, og í þessari línu eru fullt af eigulegum flíkum.
Mest lesið Að segja sig úr söfnuði ryklausra gólfa og skínandi baðkara Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Kortleggja öll dressin í Sex and the City Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Madonna talaði hreinskilnislega um reynslu sína af tónlistarbransanum Glamour Regnhlífin er sú mikilvægasta í New York Glamour Nýjasta auglýsing Ikea er líka óléttupróf Glamour Leyfum sumarflíkunum að lifa í vetur Glamour Kendall Jenner komin með nýja klippingu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour