Leggst gegn frumvarpi um mannanöfn: „Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2018 15:20 Guðrún Kvaran. Vísir/GVA Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Guðrún Kvaran, prófessor emeritus í íslensku frá Háskóla Íslands, leggst gegn frumvarpi Þorsteins Víglundssonar og fimm annarra þingmanna um víðtækar breytingar á lögum um mannanöfn. Hún segir athugasemdir sínar við frumvarpið vera svo margar „úr yrði heill bæklingur ef allt yrði sett á blað.“ Hefur hún sent inn umsögn um frumvarpið en í því er lagt til að Mannanafnanefnd verði lögð niður en í greinargerð frumvarpsins segir að markmið þess sé að „tryggja rétt einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa og tryggja að lög um mannanöfn takmarki ekki persónufrelsi fólks eða frelsi fólks til að skilgreina sig.“Segir hún að frumvarpið sé „ekki liður í að styðja íslenska tungu sem á undir högg að sækja eins og margoft hefur verið bent á á liðnum vikum og mánuðum.“ Nöfn og beyging þeirra séu jafn mikilvæg og annar íslenskur orðaforði. Riðlist beygingakerfið sé hætta á því að fari „að hrikta í stoðum íslenskrar tungu.“Þá bendir hún á að samkvæmt Hagstofu Íslands séu um 80 prósent nafngifta byggð á rúmlega 200 nöfnum. Ekki sé því þörf á því að knýja fram stórfelldar breytingar á lögum um mannanöfn.Segir Guðrún einnig að Mannanafnanefnd hafi „árum saman orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að fara að lögum. Hún hefur fengið lítinn stuðning, aðeins skammir fjölmiðla og annarra þeirra sem lítið vita um hvað málið snýst.“Vísar hún í greinargerð frumvarpsins þar sem rætt er um rétt foreldra til þess að ráða nafni barns síns. Segir hún að sá réttur eigi að vera mikill en einnig þurfi að hafa rétt barnanna í huga.„Þegar ég satí mannanafnanefnd átti ég mörg samtöl við foreldra í annarlegu ástandi sem vildu furðulegustu nöfn á börn sín og ég veit að það er ekki liðin tíð. Einhver verður að gæta þess að farið sé vel með börnin og þeirra framtíð, hvort sem sá sem það hefur með höndum heitir mannanafnanefnd eða eitthvað annað,“ segir Guðrún.Leggur hún til að frumvarpið verði lagt niður og að Alþingi feli nefnd sérfræðinga það verkefni að fara yfir núgildandi lög og „laga þau skynsamlega að breyttum tímum en þó með tilliti til varðveislu íslenskrar tungu.“Umsögn Guðrúnar má lesa hér.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53 Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þingheimur sprakk úr hlátri þegar Alex steig í pontu Helgi Hrafn Gunnarsson hafði nýlokið ræðu um úrskurð mannanafnanefndar um nafnið Alex. 6. febrúar 2018 13:53
Leggja til að mannanafnanefnd verði lögð niður Sex þingmenn stjórnarandstöðunnar, það er allir fjórir þingmenn Viðreisnar auk eins þingmanns Samfylkingarinnar og eins þingmanns Pírata, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um mannanöfn. 22. janúar 2018 19:28