21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 20:00 Frá og með deginum í dag hafa 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári Vísir/Egill Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39