Ekki fyrir annan en lögreglu að taka á fólki í geðrofi vegna neyslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. mars 2018 21:40 Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“ Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Neysla á kókaíni hefur aukist mikið hér á landi síðustu misseri, að mati lögreglu og yfirlækna á bráðageðdeild og Vogi. Læknarnir segja að efnið geti valdið bráðageðrofi og í sumum tilfellum þurfi lögregla að skerast í leikinn. Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að greinilega væri mun meira kókaín í umferð nú en áður. Efnið geti valdið geðrofi, oftast í mjög skamman tíma og þá yfirleitt meðan að fólk sé í vímu. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra frá síðasta ári kemur fram að neysla á kókaíni virðist aukast ört líkt og á síðasta hagvaxtarskeiði. Þá megi fullyrða að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri í Íslandssögunni. Þetta hefur mikil áhrif en árlega leggjast um 700 manns inn á Vog vegna neyslu á örvandi efnum en meðalaldur þess er 35 ára.Örvandi efni geti valdið tímabundnu geðrofi Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist finna fyrir meiri neyslu á kókaíni nú en áður. „Við sjáum að þessi örvandi lyfjaneysla sem hefur staðið yfir mjög lengi hérna hjá okkur á Íslandi, hún er bara ennþá mjög áberandi. Síðustu misserin hefur kókaín átt þar stærri hlut að máli,“ segir Valgerður. Hún segir að örvandi efni geti valdið geðrofi í skamman tíma. „Þá líkist það því að fólk sé kannski með geðrofssjúkdóma en er í geðrofi vegna neyslunnar. Það er mjög vel þekkt og hefur ákveðna skilgreiningu en þá rennur það af þegar víman rennur af.“ Hún segir afar erfitt fyrir aðstandendur að ráða við fólk í slíku ástandi og stundum þurfi lögregla að skerast í leikinn. „Það er mikill hegðunarvandi og jafnvel ofbeldi og erfiðleikar að það er kannski ekki fyrir neinn að taka á því, annan heldur en lögreglu. Það er ekkert skrítið við það.“
Tengdar fréttir Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00 Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Sjá meira
Segir brotið á mannréttindum fólks í geðrofi Framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur undir orð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um úrræðaleysi vegna fólks með tvíþættan vanda og segir brotið á mannréttindum fólks. 4. mars 2018 20:00
Segir alrangt að fólk í geðrofi sé flutt í fangaklefa Halldóra Jónsdóttir yfirlæknir á bráðageðdeild Landspítalans segir að mun fleiri leiti sér aðstoðar nú nú en áður vegna neyslu á hörðum efnum og að taka þurfi heildrænt á vandanum. 5. mars 2018 21:21