Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. mars 2018 09:00 Grunnlaun borgarfulltrúa eru 699 þúsund en stór hluti þeirra er vel yfir milljón krónum. Vísir/ernir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fær rétt rúmar 2 milljónir króna í laun og greiðslur fyrir starf sitt. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Um áramót voru laun borgarstjóra rétt rúma 1,7 milljónir króna og þá var fastur starfskostnaður greiddur hver mánaðamót að upphæð 101 þúsund krónur. Þá er borgarstjóri formaður stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en formaður er með ein og hálf mánaðarlaun stjórnarmanns, 205 þúsund krónur á mánuði. Í svarinu kemur einnig fram að frá lokum maí 2016 til loka september 2017 hafi Dagur leyst Kristínu Soffíu Jónsdóttur af sem stjórnarformaður Faxaflóahafna meðan Kristín var í fæðingaroflofi. Fyrir það hlaut hann 305 þúsund krónur á mánuði til nóvember 2016 en 261 þúsund eftir það tímamark. Lækkunin kemur til vegna þess að aðalfundur Faxaflóahafna lækkaði laun stjórnarmanna. Laun borgarstjóra höfðu þar til í fyrra fylgt launum forsætisráðherra og laun borgarstjórnarfulltrúa tóku mið af þingfararkaupi. Í kjölfar hækkunar kjararáðs á kjörum þingmanna ákvað borgarstjórn að hverfa frá því fyrirkomulagi og miða þess í stað við launavísitölu. Upphaf viðmiðunartímabilsins var ákveðið mars 2013 og skulu launin uppfærð í janúar og júlí ár hvert. Borgarstjóri sjálfur beindi til launadeildar borgarinnar að lækka laun sín en þrátt fyrir það eru kjör hans nánast þau sömu og forsætisráðherra. Frá síðustu áramótum nema grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund krónum á mánuði. Þá fá borgarfulltrúar greiddan starfskostnað, rúmar 50 þúsund krónur, hvern mánuð. Sú upphæð er hugsuð til að mæta öllum persónulegum starfskostnaði svo sem áskriftum að blöðum og tímaritum og ferðum innan höfuðborgarsvæðisins. Þá skaffar borgin fulltrúum skrifstofu, tölvu, skrifstofubúnað, leggur borgarfulltrúa til farsíma og greiðir af honum. Fyrsti varaborgarfulltrúi hvers flokks fær fastar greiðslur sem nema 70 prósentum af grunnlaunum borgarfulltrúa og þá fá þeir greiddan starfskostnað í sama hlutfalli. Líkt og áður segir eru grunnlaun borgarfulltrúa 699 þúsund en auðvelt er að hækka þá upphæð umtalsvert með setum í hinum ýmsu nefndum og ráðum borgarinnar. Þannig fær formaður borgarráðs greitt 40 prósenta álag á laun sín. Formenn fagráðs eða borgarstjórnarflokks fá 25 prósenta álag og hið sama gildir um borgarráðsmenn og þá sem sitja í þremur eða fleiri fastanefndum. Þá er einnig mögulegt að laun lækki ef fulltrúi á ekki sæti í neinni nefnd. Það gildir til að mynda um Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur en grunnlaun hennar eru 350 þúsund krónur.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira