Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, valdi í dag sextán manna hóp fyrir leikina tvo í undankeppni EM síðar í mánuðinum.
Hópurinn kemur saman í Reykjavík og hefur æfingar þann 18. mars. Fyrri leikurinn í törninni er heimaleikur gegn Slóveníu þann 21. mars. Íslenska liðið mætir svo Slóvenum ytra fjórum dögum síðar.
Ísland er í neðsta sæti síns riðils eftir tvær umferðir en báðir leikir liðsins hafa tapast.
Valskonan Díana Dögg Magnúsdóttir er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni. Það er aftur á móti ekki pláss fyrir Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttir í hópnum að þessu sinni. Arna Sif Pálsdóttir er reynslumesti leikmaðurinn en hún hefur spilað 131 landsleik.
Karen Knútsdóttir er komin aftur eftir meiðsli. Félagi hennar í Fram, Ragnheiður Júlíusdóttir, er einnig í hópnum en hún gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni.
Hópurinn:
Arna Sif Pálsdóttir, Debreceni DVSC
Birna Berg Haraldsdóttir, Aarhus United
Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur
Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Haukar
Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax Köbenhavn
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, ÍBV
Hafdís Renötudóttir, SönderjyskE
Helena Rut Örvarsdóttir, Byåsen
Hildigunnur Einarsdóttir, Hypo
Karen Knútsdóttir, Fram
Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram
Stefanía Theodórsdóttir, Stjarnan
Thea Imani Sturludóttir, Volda
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
