Bylting innan ASÍ hafin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór. Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór.
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31