Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 19:00 Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42