Handbolti

Mýta að íslenskir handboltamenn séu ekki í nógu góðu formi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn í Olís deildunum í handbolta eru í miklu betra formi en menn halda fram samkvæmt einum færasta íslenska þjálfaranum.

Erlingur Richardsson, landsliðsþjálfari Hollands, segir það mýtu að íslenskir leikmenn séu ekki nógu vel þjálfaðir.

„Við erum oft að skella einhverju svona fram en höfum engar tölur á bakvið okkur. Þegar tölurnar koma í ljós þá erum við kannski bara ágæt,“ sagði Erlingur í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Ég held það sé nær að fara að horfa í hugmyndafræðina.“

Erlingur fylgist vel með íslensku deildunum og spilar dóttir hans með liði ÍBV.

„Það er frábært að horfa á þessa krakka í þessu íslenska umhverfi. Við erum með frábært umhverfi hérna á Íslandi til að stunda íþróttir,“ sagði Erlingur Richardsson.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×