Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum eða innan fjölskyldu stíga fram Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. mars 2018 12:00 #Aldreiaftur er ný herferð á samfélagsmiðlum þar sem fjólubláar og bleikar myndir eru notaðar til að vekja athygli á ofbeldi í nánum samböndum. Myndir/Edda Ýr Garðarsdóttir og Jóhanna Svala Rafnsdóttir Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu fara af stað með herferð samfélagsmiðlum í dag. Með fjólubláum og bleikum myndum á Facebook getur fólk annað hvort látið vita að það hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða að það þekki einhvern sem hefur verið það. Með myndunum vilja konurnar vekja athygli á málefninu og sýna hversu slíkt ofbeldi er í samfélaginu. Hundruð íslenskra kvenna hafa síðustu tvo mánuði deilt reynslusögum og gefið hver annari góð ráð í lokuðum #MeToo umræðuhóp á Facebook. Margar þessara kvenna hafa nú stigið fram í dag og birt fjólubláa mynd á Facebook merkta #Aldreiaftur. „Sömu stúlkur og gerðu myndirnar fyrir „Beauty tips herferðina“ gerðu þessar myndir,“ segir Kolbrún Dögg Arnardóttir stofnandi Facebook hópsins. Gular og appelsínugular myndir eftir Eddu Ýr Garðarsdóttur myndlistarkonu og Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur grafískan hönnuð tóku yfir samfélagsmiðla árið 2015, þar sem vakin var athygli á kynferðisofbeldi. Kolbrún segir að dagsetningin á þessari fjólubláu og bleiku myndaherferð er táknræn því í dag 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. „Þær sem eru með fjólubláa mynd eru að segja, „ég hef orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu. Bleika myndin stendur fyrir „ég þekki einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu. Ég er hér fyrir þolendur ofbeldis.““ Einnig eru tvískiptar myndir sem standa fyrir báða litina. Kolbrún segir að aldrei aftur sé mikilvæg setning fyrir þessar konur. „Rúna Guðmundsdóttir kom með hugmyndina að #Aldreiaftur, þau orð hljóma í hausnum okkar allra.“Fann sig ekki í öðrum hópum „Þetta er rosalega stór hópur, núna erum við 400 og það er bara dropi í hafið.“* Kolbrún segir að það séu mun fleiri konur í samfélaginu sem hefðu orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi, margar þeirra vita ekki af hópnum og aðrar treysta sér ekki til þess að skrá sig í hann. Til þess að vernda konurnar er Facebook hópurinn leynilegur en konur geta sótt um aðgang með því að senda skilaboð eða vinabeiðni á Kolbrúnu þar sem hún er stjórnandi hópsins. Einnig hefur hann verið auglýstur í kvennahópum á Facebook. „Mér fannst þolendur heimilisofbeldis og þeir sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku ekki hafa verið með neinn hljómgrunn, ekki hafa neina rödd“ segir Kolbrún um ástæðu þess að hún stofnaði hópinn. Sjálf fann hún sig ekki í öðrum #MeToo hópum sem hafa verið stofnaðir í vetur. „Það var enginn hópur fyrir mig. Fyrir þær sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi einhvers sem þú treystir, þá erum við að tala um fjölskyldu og maka. Það var enginn svona hópur fyrir þær. Það væri alveg hægt að splitta þessum hóp í tvennt, en ég sé bara ekki tilganginn. Því að margar sem hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku eða inni á heimilinu sínu eða af hendi skyldfólks, enda í svona samböndum.“Hjálpar að aðstoða aðrar í sömu stöðu Konurnar finna mikinn stuðning frá öðrum meðlimum hópsins. „Við pössum að þetta sé þolandavænn vettvangur. Númer eitt, tvö og þrjú er að öllum sögum er trúað. Við byggjum út frá kærleika, virðingu og vináttu.“ Hópurinn hefur hjálpað mjög mörgum konum og fer hann stöðugt stækkandi. „Það gefur mér ótrúlega mikið að vera til staðar fyrir aðrar konur á svipuðum stað. Ég sjálf er búin að vinna mikið með mig og með öðrum þolendum í gegnum annað starf. Það gefur mér því mikið að geta hjálpað öðrum að sjá að þú þarft ekki að rogast með þessa þögn ein. Þögnin er mjög bindandi.“Konurnar segja að „aldrei aftur“ hljómi í huga þeirra allra.Vísir-Hjalti/GettySumar enn í aðstæðunum Kolbrún segir að margar í hópnum séu í þeirri aðstöðu að þær geti ekki tjáð sig og munu þær því ekki allar skrifa undir undirskriftalistann þegar hópurinn sendir síðar frá sér yfirlýsingu. „Við megum ekki tjá okkur opinberlega af því að þá getum við átt hættu á að vera kærðar. Við getum átt hættu á að fjölskyldan ráðist á börnin okkar, þetta er rosalega erfitt. Við getum átt hættu á að vera útskúfaðar úr fjölskyldunni okkar, afleiðingarnar af þessu ofbeldi geta verið svo ofsalega stórar. Við skiptum ekkert um fjölskyldu eins og vinnu.“ Margar konurnar í hópnum hafa þurft að segja skilið við fjölskyldu sína að hluta eða öllu leyti. Sumar þeirra eru einnig enn þá í þeim aðstæðum þar sem verið er að brjóta á þeim, annaðhvort maki eða einhver annar þeim náinn.Mikilvægt að þeim sé trúað Markmiðið með hópnum er fyrst og fremst að sýna hversu margþættur vandi þessa kvenna er. „Þegar konur sem eru í hjónabandi þar sem þær eru beittar ofbeldi komast út úr sambandinu, þá heldur kerfið áfram að beita þær ofbeldi.“ Nefnir hún þar á meðal sýslumann og vandamál við að fá nálgunarbann og fleira. Kolbrún segir að þegar kemur að brotum gegn börnum þá sé gríðarlega mikilvægt að fólk skipti sér af. „Þetta er ekki einkamál. Lögin segja skiptið ykkur af. ef þig grunar, hringdu á barnavernd. Barnavernd þarf svo að taka til í sínu horni og virka, hún virkar ekki. Dómskerfið þarf endurskoðun frá A til Ö og Barnahús líka.“ Kolbrún segir að margar séu að átta sig enn betur á aðstæðum sínum við að lesa sögur annarra kvenna og er því líka að verða vitundarvakning í þessum lokaða hóp um heilbrigði sambanda og samskipta. „Þetta er erfiður hópur og mjög erfitt að segja hvað við þurfum. En við þurfum fyrst og fremst að okkur sé trúað.“Myndirnar má sjá hér að neðan.Mynd/Edda Ýr Garðarsdóttir, myndlistarkona og Jóhanna Svala Rafnsdóttir, grafískur hönnuður.Mynd/Edda Ýr Garðarsdóttir, myndlistarkona og Jóhanna Svala Rafnsdóttir, grafískur hönnuður.Mynd/Edda Ýr Garðarsdóttir, myndlistarkona og Jóhanna Svala Rafnsdóttir, grafískur hönnuður. MeToo Tengdar fréttir Fjögur þúsund studdu Sjúka ást 2. mars 2018 06:00 102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð finnur fyrir aukningu í kjölfar #MeToo umræðunnar. Á morgun er opið hús í Bjarkarhlíð. 1. mars 2018 23:30 Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og/eða innan fjölskyldu fara af stað með herferð samfélagsmiðlum í dag. Með fjólubláum og bleikum myndum á Facebook getur fólk annað hvort látið vita að það hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi eða að það þekki einhvern sem hefur verið það. Með myndunum vilja konurnar vekja athygli á málefninu og sýna hversu slíkt ofbeldi er í samfélaginu. Hundruð íslenskra kvenna hafa síðustu tvo mánuði deilt reynslusögum og gefið hver annari góð ráð í lokuðum #MeToo umræðuhóp á Facebook. Margar þessara kvenna hafa nú stigið fram í dag og birt fjólubláa mynd á Facebook merkta #Aldreiaftur. „Sömu stúlkur og gerðu myndirnar fyrir „Beauty tips herferðina“ gerðu þessar myndir,“ segir Kolbrún Dögg Arnardóttir stofnandi Facebook hópsins. Gular og appelsínugular myndir eftir Eddu Ýr Garðarsdóttur myndlistarkonu og Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur grafískan hönnuð tóku yfir samfélagsmiðla árið 2015, þar sem vakin var athygli á kynferðisofbeldi. Kolbrún segir að dagsetningin á þessari fjólubláu og bleiku myndaherferð er táknræn því í dag 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. „Þær sem eru með fjólubláa mynd eru að segja, „ég hef orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu. Bleika myndin stendur fyrir „ég þekki einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu. Ég er hér fyrir þolendur ofbeldis.““ Einnig eru tvískiptar myndir sem standa fyrir báða litina. Kolbrún segir að aldrei aftur sé mikilvæg setning fyrir þessar konur. „Rúna Guðmundsdóttir kom með hugmyndina að #Aldreiaftur, þau orð hljóma í hausnum okkar allra.“Fann sig ekki í öðrum hópum „Þetta er rosalega stór hópur, núna erum við 400 og það er bara dropi í hafið.“* Kolbrún segir að það séu mun fleiri konur í samfélaginu sem hefðu orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi, margar þeirra vita ekki af hópnum og aðrar treysta sér ekki til þess að skrá sig í hann. Til þess að vernda konurnar er Facebook hópurinn leynilegur en konur geta sótt um aðgang með því að senda skilaboð eða vinabeiðni á Kolbrúnu þar sem hún er stjórnandi hópsins. Einnig hefur hann verið auglýstur í kvennahópum á Facebook. „Mér fannst þolendur heimilisofbeldis og þeir sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku ekki hafa verið með neinn hljómgrunn, ekki hafa neina rödd“ segir Kolbrún um ástæðu þess að hún stofnaði hópinn. Sjálf fann hún sig ekki í öðrum #MeToo hópum sem hafa verið stofnaðir í vetur. „Það var enginn hópur fyrir mig. Fyrir þær sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi einhvers sem þú treystir, þá erum við að tala um fjölskyldu og maka. Það var enginn svona hópur fyrir þær. Það væri alveg hægt að splitta þessum hóp í tvennt, en ég sé bara ekki tilganginn. Því að margar sem hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku eða inni á heimilinu sínu eða af hendi skyldfólks, enda í svona samböndum.“Hjálpar að aðstoða aðrar í sömu stöðu Konurnar finna mikinn stuðning frá öðrum meðlimum hópsins. „Við pössum að þetta sé þolandavænn vettvangur. Númer eitt, tvö og þrjú er að öllum sögum er trúað. Við byggjum út frá kærleika, virðingu og vináttu.“ Hópurinn hefur hjálpað mjög mörgum konum og fer hann stöðugt stækkandi. „Það gefur mér ótrúlega mikið að vera til staðar fyrir aðrar konur á svipuðum stað. Ég sjálf er búin að vinna mikið með mig og með öðrum þolendum í gegnum annað starf. Það gefur mér því mikið að geta hjálpað öðrum að sjá að þú þarft ekki að rogast með þessa þögn ein. Þögnin er mjög bindandi.“Konurnar segja að „aldrei aftur“ hljómi í huga þeirra allra.Vísir-Hjalti/GettySumar enn í aðstæðunum Kolbrún segir að margar í hópnum séu í þeirri aðstöðu að þær geti ekki tjáð sig og munu þær því ekki allar skrifa undir undirskriftalistann þegar hópurinn sendir síðar frá sér yfirlýsingu. „Við megum ekki tjá okkur opinberlega af því að þá getum við átt hættu á að vera kærðar. Við getum átt hættu á að fjölskyldan ráðist á börnin okkar, þetta er rosalega erfitt. Við getum átt hættu á að vera útskúfaðar úr fjölskyldunni okkar, afleiðingarnar af þessu ofbeldi geta verið svo ofsalega stórar. Við skiptum ekkert um fjölskyldu eins og vinnu.“ Margar konurnar í hópnum hafa þurft að segja skilið við fjölskyldu sína að hluta eða öllu leyti. Sumar þeirra eru einnig enn þá í þeim aðstæðum þar sem verið er að brjóta á þeim, annaðhvort maki eða einhver annar þeim náinn.Mikilvægt að þeim sé trúað Markmiðið með hópnum er fyrst og fremst að sýna hversu margþættur vandi þessa kvenna er. „Þegar konur sem eru í hjónabandi þar sem þær eru beittar ofbeldi komast út úr sambandinu, þá heldur kerfið áfram að beita þær ofbeldi.“ Nefnir hún þar á meðal sýslumann og vandamál við að fá nálgunarbann og fleira. Kolbrún segir að þegar kemur að brotum gegn börnum þá sé gríðarlega mikilvægt að fólk skipti sér af. „Þetta er ekki einkamál. Lögin segja skiptið ykkur af. ef þig grunar, hringdu á barnavernd. Barnavernd þarf svo að taka til í sínu horni og virka, hún virkar ekki. Dómskerfið þarf endurskoðun frá A til Ö og Barnahús líka.“ Kolbrún segir að margar séu að átta sig enn betur á aðstæðum sínum við að lesa sögur annarra kvenna og er því líka að verða vitundarvakning í þessum lokaða hóp um heilbrigði sambanda og samskipta. „Þetta er erfiður hópur og mjög erfitt að segja hvað við þurfum. En við þurfum fyrst og fremst að okkur sé trúað.“Myndirnar má sjá hér að neðan.Mynd/Edda Ýr Garðarsdóttir, myndlistarkona og Jóhanna Svala Rafnsdóttir, grafískur hönnuður.Mynd/Edda Ýr Garðarsdóttir, myndlistarkona og Jóhanna Svala Rafnsdóttir, grafískur hönnuður.Mynd/Edda Ýr Garðarsdóttir, myndlistarkona og Jóhanna Svala Rafnsdóttir, grafískur hönnuður.
MeToo Tengdar fréttir Fjögur þúsund studdu Sjúka ást 2. mars 2018 06:00 102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð finnur fyrir aukningu í kjölfar #MeToo umræðunnar. Á morgun er opið hús í Bjarkarhlíð. 1. mars 2018 23:30 Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
102 ný ofbeldismál í Bjarkarhlíð á fyrstu tveimur mánuðum ársins Hafdís Inga Hinriksdóttir sérfræðingur hjá Bjarkarhlíð finnur fyrir aukningu í kjölfar #MeToo umræðunnar. Á morgun er opið hús í Bjarkarhlíð. 1. mars 2018 23:30
Fleiri þolendur ofbeldis leitað til Bjarkarhlíðar en búist var við Um 300 þolendur ofbeldis hafa leitað til Bjarkarhlíðar við Bústaðaveg síðan miðstöðin var opnuð í mars. Mikið sótt í nóvember en síðasta vikan fyrir jól var róleg. "Tilfinningin er sú að andlegt ofbeldi sé algengast.“ 27. desember 2017 06:00