Efna til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:17 Róhingjakona ásamt börnum í flóttamannabúðunum í Bangladess. vísir/getty Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900. Bangladess Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna sem haldinn er hátíðlegur um allan heim. Í tilefni af deginum blæs UN Women á Íslandi til neyðarsöfnunar fyrir Róhingjakonur á flótta í Bangladess en þær hafa mátt þola mikið ofbeldi og búa við grimman veruleika. Í tilkynningu frá UN Women á Íslandi segir að samtökin starfræki neyðarathvarf fyrir konur í flóttamannabúðum í Cox‘s Bazar í Bangladess. Í neyðarathvörfunum fá konurnar áfallahjálp, sæmdarsett, atvinnutækifæri og öryggi gegn ofbeldi. Sæmdarsettið inniheldur helstu nauðsynjar í takt við þarfir Róhingjakvenna; helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar. Konur sjást varla á förnum vegi í flóttamannabúðunum þar sem þær þora ekki út úr kofunum sínum af ótta við ofbeldi. Róhingjakonur hafa þó fundið sér bjargir við að afla aukakróna fyrir fjölskyldur sínar með matseld en þá standa konur yfir pottum og reykmengun af kolum sem þær elda á. Reykurinn er óhollur, veldur sviða í augum, augnsýkingum og lungnaþembu. Vistvænu kolin sem þær fá í sæmdarsetti UN Women valda hins vegar ekki eins mikilli reykmengun í kofum kvennanna. Um 400 þúsund Róhingjakonur búa í flóttamannabúðunum. Þær hafa nánast allar orðið vitni eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Þá hafa konur og stúlkur í mörgum tilfellum verið látnar horfa á þegar hermenn myrtu börn þeirra eða foreldra áður en þeir hófu að nauðga þeim, en nauðganir hafa verið notaðar markvisst sem stríðsvopn í blóðugum ofsóknum gegn Róhingjum í Mjanmar. Hægt er að styrkja neyðarsöfnun UN Women fyrir Róhingjakonur með því að senda smsið KONUR í 1900.
Bangladess Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira