Hæstiréttur vísar frá kröfu um vanhæfi dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2018 12:29 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, sést hér fyrir aftan Jón H. B. Snorrason, saksóknara, þegar krafan um vanhæfi var tekin fyrir í Landsrétti. vísir/eyþór Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns, þess efnis að Arnfríður Einarsdóttir, dómari í Landsrétti, víki sæti í tilteknu sakamáli sökum vanhæfis. Þetta staðfestir Vilhjálmur í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Kjarnans. Dómur Hæstaréttar hefur ekki verið birtur á vef réttarins en áður hafði Landsréttur komist að þeirri niðurstöðu að Arnfríður væri ekki vanhæf til að dæma í málinu. Kvað Arnfríður sjálf upp þann úrskurð ásamt tveimur meðdómendum. Með niðurstöðu Hæstaréttar nú liggur því fyrir að málið verði efnislega tekið fyrir í Landsrétti. Krafan um að Arnfríður myndi víkja sæti var sett á þeim grundvelli að hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. Arnfríður var ein þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, skipaði sem dómara við Landsrétt þvert á tillögu dómnefndar um hæfi umsækjenda. Með kröfunni lét Vilhjálmur reyna á gildi dóma sem kveðnir eru upp af þeim dómurum Landsréttar sem ekki voru á meðal þeirra sem dómnefnd mat hæfasta í aðdraganda skipunar í Landsrétt. Var málinu vísað frá Hæstarétti á þeim grundvelli að ekki hafi verið færð rök fyrir því að Arnfríður væri vanhæf til að dæma í því tiltekna sakamáli sem krafan sneri að, samkvæmt 6. grein laga um meðferð sakamála. Röksemdirnar hefðu snúið að því hvort ekki hefði verið farið að lögum við skipan dómarans í embætti en ekki hafi verið rétt að krefjast þess að dómarinn myndi víkja sæti á þeim forsendum. Úrskurður Landsréttur hefði þannig ekki snúið að réttu að þeim ágreiningi og því væri ekki hægt að kæra hann til Hæstaréttar. Var málinu því vísað frá.Fréttin var síðast uppfærð klukkan 12:52.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Arnfríður ekki vanhæf Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður krafðist þess að Arnfríður viki í málinu vegna vanhæfis, þar sem hún hafi ekki verið skipuð dómari með lögmætum hætti. 22. febrúar 2018 15:57