Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Þetta 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund er meðal þeirra eigna sem Garðabær leigir Stjörnunni endurgjaldslaust. Bærinn eignaðist húsið stóra fyrir rúmum áratug en upphaflega stóð til að rífa það. Vísir/Vilhelm „Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira