Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2018 11:15 Mikil hætta er á svifryki í Reykjavík í dag og næstu daga vegna veðursskilyrða. Myndin er úr safni og sýnir svifryksmengun í borginni. Vísir/GVA Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér. Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að ökumenn séu að sjálfsögðu hvattir til að nýta sér aðra samgöngumáta en einkabílinn nú þegar veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að svifryksmengun getur hækkað og loftgæði orðið verulega slæm. Borgin hefur sætt gagnrýni á samfélagsmiðlum vegna tilkynningar sem hún sendi frá sér í gær þar sem varað var við því að styrkur svifryks mældist hár. Í tilkynningunni var því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunfærum og barna að stunda ekki útivist í nágrenni stórra umferðargatna og spurðu ýmsir sig að því hvers vegna borgin beindi því ekki til ökumanna að keyra ekki þegar loftgæði eru slæm. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þetta voru Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Aðspurð hvers vegna ökumenn hafi ekki verið hvattir til þess að draga úr notkun einkabílsins í tilkynningu borgarinnar í gær segir Svava að borgin hafi hvatt til þess áður í fjölmiðlum að fólk noti almenningssamgöngur í auknum mæli og aðra vistvæna ferðamáta. Þó megi að sjálfsögðu hvetja til þess oftar og sérstaklega þegar mikil hætta er á svifryki.Aukin notkun almenningssamgangna á stefnuskrá borgarinnar „Þetta er líka eitthvað sem borgin hefur haft á stefnuskrá sinni að hvetja til aukinnar notkunar á almenningssamgöngum og öðrum vistvænum ferðamátum. Þess vegna er líka búið að gera þessa hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar, þessi uppbygging á hjólreiðastígum sem fer fram, þetta er allt liður í tilraunum okkar til að minnka notkun einkabílsins. En það er vissulega rétt að það mætti hvetja til þess oftar og sérstaklega núna þegar við erum í svona góðu veðri um vor, og mikil hætta á svifryki, þá hvetjum við auðvitað eindregið til þess að fólk fari ekki óþarfa ferðir á bílnum, reyni frekar að nota almenningssamgöngur og sameinist í bíla,“ segir Svava og ítrekar að borgin hafi vissulega stigið fram og hvatt til notkunar á almenningssamgöngum en reynt verði að halda því enn meira á lofti. Hún kveðst beina því til ökumanna að hafa þetta í huga í dag og næstu daga þar sem veðurspáin sé þannig að ekki sé von á úrkomu fyrr en næsta miðvikudag. Þá er spáð hægum vindi og þegar útlitið er svona er meiri hætta á háum styrks svifryks. „En svo má einnig benda á það að fólk verður líka fyrir umtalsverðum áhrifum inni í bílnum þegar maður er að keyra á þessum götum. Við tökum útiloftið inn í bílinn okkar og þar erum við föst á meðan við erum í umferðinni. Þannig að það er heldur ekkert rosalega heilsusamlegt að vera á ferð á þessum stóru umferðargötum í bílunum sínum.“ Samkvæmt vefsíðu Reykjavíkurborgar eru loftgæði í borginni góð í augnablikinu en fylgjast má með mælingum hér.
Samgöngur Tengdar fréttir Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Sjá meira
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20