Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2018 16:40 Í texta um son sinn sem Eva skrifaði árið 2003 má sjá Haukur var frá fyrstu tíð fullur réttlætiskenndar og byltingin ólgaði í æðum hans. Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“ Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Haukur Hilmarsson, sem talinn er hafa fallið í átökum í Afrin í Sýrlandi í febrúar, var alla tíð uppreisnargjarn og fullur réttlætiskenndar. Þetta kemur fram í hjartnæmum minningum Evu Hauksdóttur frá árinu 2003, móður Hauks, sem hún birti á vefsíðu sinni, norn.is nú síðdegis. „Sonur minn Byltingamaðurinn ætlar að verða Che Guevara þegar hann er orðinn stór. Honum eru nú sprottin 5 skegghár og fátt þykir honum skemmtilegra en mótmælagöngur. Hann er harmi sleginn yfir neysluhyggju móður sinnar sem telur sig þurfa að eiga fleiri en 4 matardiska fyrir 3ja manna hemili og álítur að sófagarmur á fertugsaldri sé ónýtur, bara af því að botninn er dottinn úr honum. Slík viðhorf þykja syni mínum Byltingamanninum bera vott um spillingu,“ segir í ljóðrænn texta þar sem Eva lýsir syni sínum, fyrir fimmtán árum. Eva hefur upplýst vini og velunnara um baráttu sína fyrir upplýsingum á vefsíðu sinni. Vísir hefur fylgst með baráttu Evu fyrir því að fá upplýsingar um hvað kom fyrir Hauk en hún telur sig nú vera komna með dágóða mynd af því hvað á daga hans dreif frá því að hann fór frá Grikklandi til Sýrlands til að taka þátt í frelsisbaráttu Kúrda. Þúsundir hafa sent Evu samúðar- og baráttukveðjur á samfélagsmiðlum. Hvað varð þess valdandi að Haukur fór til að taka þátt í stríði sem flestir á Íslandi höfðu sáralitla sem enga hugmynd um? Svörin má að verulegu leyti finna í lýsingum móður hans á uppreisnargjörnu eðli sonar hennar í áðurnefndum pistli: Sonur minn Byltingamaðurinn. Eva segir að í huga sonar hennar hafi eingyðistrúarbrögð verið aðferð myrkraverkamanna veraldarinnar til að kúga og heilaþvo einfeldninga og halda almenningi í fátækt og fáfræði. Eva telur það ekki úr vegi þó framsetning hugmynda hans hafi á köflum mátt heita ungæðisleg. „Byltingin ólgar í æðum hans. Hugarheimur hans hefur svosem ýmsa afkima en á stóra sviðinu fer fram heilagt stríð gegn óhamingju veraldarinnar sem hann skrifar ýmist á alheimsstjórn Bush Bandaríkjaforseta, almenna neysluhyggju Vesturlandabúa eða útsendara Landsvirkjunar sem hvísla í hjörtum mannanna.“
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51 Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Eva orðin vondauf um að sonur hennar sé á lífi Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa fundað með opinberum aðilum. 8. mars 2018 15:51
Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. 7. mars 2018 19:00