Sláandi myndband sýnir hættulegan framúrakstur á Reykjanesbrautinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 20:10 Skjáskot úr myndbandinu sem Guðmundur birti í dag. Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar. Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Guðmundur Kjartansson, snjómokstursmaður, birti ansi sláandi myndband á Facebook-síðu sinni í dag af hættulegum framúrakstri á Reykjanesbrautinni um helgina. Guðmundur var að moka og salta á veginum á laugardaginn þegar hann varð vitni að atvikinu og náðist það á myndavél sem hann var með í bílnum. „Ég er á leiðinni inn í Hafnarfjörð og er bara kominn fram hjá álverinu, þetta er þarna á milli álversins og nýju gatnamótanna inn í Helluhverfið í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur. Á myndbandinu sést hvar bíll tekur fram úr Guðmundi þar sem hann er við mokstur. Bíllinn sem kemur úr gagnstæðri átt þarf að sveigja út í kant til að forða árekstri og þá má litlu muna að bíllinn fyrir aftan þann bíl lendi framan á bílnum sem er að taka fram úr Guðmundi. „Því miður þá lítur þetta verr út undir stýri heldur en á myndbandinu. Ég skil ekki hvernig þetta slapp,“ segir Guðmundur.„Erum rosalega mikið fyrir“ Hann fer mikið um Reykjanesbrautina vegna vinnu sinnar og aðspurður hvort hann verði mikið var við ógætilegan akstur og framúrakstur segir hann að sem snjómokstursmaður finni hann fyrir því að vera fyrir í umferðinni. „Við finnum alveg extra mikið fyrir þessu, og ég held að allir snjómokstursmenn taki nú undir það án þess að ég ætli að leggja þeim orð í munn, að við erum rosalega mikið fyrir. Fólk er að reyna að fara fram úr okkur. Maður hefur séð eitt og annað en þetta er það versta,“ segir Guðmundur. Hann vill koma því á framfæri við ökumenn að snjómokstursmenn eru ekki að leika sér að því að vera fyrir fólki í umferðinni. „Við erum að moka vegina.“Myndbandið úr bíl Guðmundar má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að tímastimpillinn á myndavélinni er ekki réttur; myndbandið er síðan á laugardaginn, 17. febrúar.
Samgöngur Tengdar fréttir Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hársbreidd frá alvarlegu umferðarslysi undir Esjunni Friðrik Helgi kippti sér lítið upp við atvik sem hefði getað orðið hans síðasta í botni Kollafirði í gær. 11. febrúar 2018 15:45
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19