Tugir verkefna vegna vatnstjóns Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 10:56 Mikil úrkoma fylgdi lægðinni. Vísir/Hanna Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Björgunarsveitarmenn hafa sinnt á þriðja tug verkefna tengdum vatnstjóni og vatnselg á ellefta tímanum í morgun. Óveðrið hefur gengið hratt yfir landið í morgun og hefur dregið heldur úr veðurofsanum á höfuðborgarsvæðinu. Því var spáð að veðrið ætti að vera að mestu gengið niður í borginni um hádegi og virðist það ætla að ganga eftir. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir í samtali við Vísi að verkefni björgunarsveitarmanna hafi verið færri í morgun en búist var við. Á ellefta tímanum fóru þó að berast fjöldi tilkynninga um vatnstjón og vatnselg á höfuðborgarsvæðinu samhliða þeirri miklu úrkomu sem fylgt hefur þessari lægð. Davíð segir lægðina vera bersýnilega að færast yfir landið því á tíunda tímanum fóru að berast tilkynningar til björgunarsveit um foktengd verkefni á Norðurlandi vestra. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar, sem birt var klukkan tíu, kemur fram að fram að hádegi muni veður versna mjög á Norðurlandi, einkum vestan til. Frá Hrútafirði yfir á Siglufjörð og Eyjafjörð er reiknað með Suðaustan átt 25-32 metrum á sekúndu á milli klukkan 11 og 14 og lengur austan til. Þvert á veg og með slyddu og hálku. Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mikið hvassviðri og vatnselgur á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Hálkublettir og mikið hvassviðri er á Suðurstrandavegi. Á Suðvestur- og Suðurlandi er krapi, hálka og hálkublettir. Á Vesturlandi er víðast hvar snjóþekja, hálka, hálkublettir og éljagangur. Þæfingsfærið og hvassviðri er á Vatnaleið. Ófært er á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar vegna veðurs. Þegar þetta er ritað eru vegirnir um Steingrímsfjarðarheiði, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Hellisheiði, Þrengsli. Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Sandskeið og við Hafnarfjall lokaðir.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04 Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00 Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39 Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Farþegar sátu fastir í níu vélum Icelandair vegna veðurs Þingmaður sagði veruna um borð minna á sjóferð. 21. febrúar 2018 10:04
Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega. 21. febrúar 2018 08:00
Lægðin missti af kaldasta loftinu Vert að þakka fyrir það segir veðurfræðingur. 21. febrúar 2018 08:39
Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. 21. febrúar 2018 06:24