Margt var að gerast í sýningunni, vægast sagt. Sérstök höfuð voru útbúin sem litu alveg út eins og höfuð fyrirsætanna, litlir drekar og eðlur voru búin til og ein fyrirsætan var með þrjú augu. Alessandro fékk hugmyndina af þessum sérstöku munum eftir að hann horfði á kvikmyndina The Tale of Tales, og nálgaðist ítalskt fyrirtæki til að hjálpa sér við gerð þeirra.
Ef tala á um fötin þá voru vísanirnar ansi margar og misjafnar. Lambhúshettur, þjóðlegar yfirhafnir, New York, Hollywood og mikil blanda af alls konar mynstri. Það var allt í gangi, en er fróðlegt að vita hvað Alessandro er að hugsa með að setja þetta allt saman.
Meira er betra samkvæmt Alessandro og ætlar hann ekki að færa sig frá þeirri hugsun alveg strax.







