Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10