Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16