Úrslitastund eftir viku Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Vísir/Vilhelm Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Forsendur kjarasamnings Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) eru brostnar að mati ASÍ, en samkvæmt því munu ákvæði hans koma til endurskoðunar í lok þessa mánaðar.ASÍ sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessu var lýst yfir. Er það mat ASÍ að sú forsenda að launastefna samninganna væri stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Því hefði sambandið heimild til að segja samningnum upp. „Málið er enn til vinnslu í forsætisnefndinni og þarf tæknilega að vera þar áfram til loka þessa mánaðar. Það er niðurstaða ASÍ að forsendur séu brostnar en það er í höndum aðildarfélaga þess, stéttarfélaganna sjálfra, hver niðurstaðan verður,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.Sjá einnig: ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Í yfirlýsingunni boðaði ASÍ til formannafundar aðildarfélaganna en hann fer að óbreyttu fram miðvikudaginn eftir viku, 28. febrúar. Aðspurður segir Gylfi ótímabært að rekja það frekar í hverju forsendubresturinn felst en það muni skýrast með tíð og tíma. „Það er enn mögulegt að stjórnvöld og atvinnurekendur geti brugðist við þessari stöðu en að óbreyttu verður fundurinn haldinn,“ segir Gylfi. Framkvæmdastjóri SA segir óeðlilegt að ræða það að forsendur séu brostnar. „Það er rétt að halda því til haga að á undanförnum þremur árum hefur kaupmáttur aukist um tuttugu prósent að meðaltali og um 25 prósent hjá þeim sem lægst launin hafa,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það er mat samtakanna að forsendur hafi staðist. Halldór segir að það felist í eðli kjarasamninga að vera samkomulag um uppbyggingu lífskjara fólks. Kaupmáttaraukning sambærileg þeirri sem hefur verið við lýði hér á landi undanfarin þrjú ár sé algjörlega óþekkt í hinum vestræna heimi. „Og ekki aðeins þar. Aldrei í sögu íslenska lýðveldisins hefur ríkt sambærilegt skeið. Það er því einkennilegt að það sé yfirhöfuð verið að ræða það hvort forsendur samninganna hafi staðist eður ei,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. 21. febrúar 2018 19:15